Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 31

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, föstudaginn 10. desember var haldinn 31. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi og hófst kl.13.05. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Ellen J. Calmon, Þór Elís Pálsson, Daníel Örn Arnarsson, Marta Guðjónsdóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt með fjarfundarbúnaði.

Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 4. desember 2020, um  9 mánaða uppgjör, yfirlit yfir innkaup yfir milljón. R20120077

    Sigurður Páll Óskarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram styrkumsóknir til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R20110341

    Samþykkt að veita verkefninu Fréttaveitan fyrir Víetnama á Íslandi 

    styrk að upphæð kr. 700.000-,

    Samþykkt að veita verkefninu Samráðsvettvangur fyrir fólk með þroskahömlun og/eða einhverfu, styrk að upphæð kr. 1.000.000-,

    Samþykkt að veita verkefninu Kynfræðsla fyrir foreldra af erlendum uppruna / Sex education for parents of foreign origin, styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna undirbúnings fræðsluefnis.

    Samþykkt að veita verkefninu Hidden people: Stories from foreign workers in Iceland, styrk að upphæð kr. 600.000-, vegna þýðinga.

    Samþykkt að veita verkefninu Þýðing fræðslubæklinga um ADHD,  styrk að upphæð kr. 300.000-, vegna þýðinga.

    Samþykkt að veita verkefninu Niðurfellt, styrk að upphæð kr. 600.000-,

    Samþykkt að veita verkefninu Fræðslupakki um heilbrigð sambönd, kynlíf og klám, styrk að upphæð kr. 1.000.000-, 

    Samþykkt að veita verkefninu Okkar raddir - valdefling jaðarsettra kvenna á Íslandi, styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna Hlaðvarps.

    Samþykkt að veita verkefninu Fræðsluefni um kynvitund barna,  styrk að upphæð kr. 1.000.000-,

    Samþykkt að veita verkefninu Ókunnugur, styrk að upphæð kr. 600.000-, 

    Samþykkt að veita verkefninu Sjáððu! Ég hef sögu að segja!,  styrk að upphæð kr. 700.000-,

    Samþykkt að veita verkefninu Fjölmenningarleg Ungmennasmiðja,  styrk að upphæð kr. 850.000-,

    Samþykkt að veita verkefninu Þýðing og útgáfa á bæklingnum Kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni í íþróttum - forvarnir, viðbrögð og verkferlar,  styrk að upphæð kr. 500.000-,



    Ellen J. Calmon víkur af fundinum undir úthlutun á verkefninu Niðurfellt.



    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu.  

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 23. nóvember 2020, minnisblað um evrópskan samstarfsstyrk COST. R20120084

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 23. nóvember 2020, minnisblað um rannsóknar og nýsköpunarstyrk IMPULS. R20120085

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Nú er upplýst að fatlað fólk verður fyrir aðkasti gangandi vegfaranda á göngugötum miðborgarinnar er það ekur um á P merktum ökutækjum, sem það hefur fullan rétt til. Ekki má ætla að háttprúðir göngugarpar sem um þessar nýlokuðu göngugötur fara séu það ófyrirleitnir að þeir líði ekki fötluðu fólki að fara um þær. Heldur eru allar líkur á að um upplýsingaskort sé að ræða. Vel útfærð skilti segja til um bann við almennum akstri um göngugötur, en ekkert sést um þá undanþágu sem fatlað fólk á svo sannanlega að njóta. Flokkur fólksins hefur margoft bent á samþykktir Sameinuðu þjóðanna máli þessu til stuðnings, enda var meirihluta borgarinnar ekki stætt á að loka göngugötum alfarið fyrir akstri bifreiða, eins og stóð til. Það mætti ætla að gerð skiltis þar sem vegfarendum er gert ljóst að umferð P merktra ökutækja um göngugöturnar sé heimil sé jafn einföld og kostnaðarlítil og gerð bannskiltsins. Því leggur borgarfulltrúi Flokk fólksins til að Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar kanni hvers vegna skilti sem bæði upplýsi og heimili akstur P merktra ökutækja um göngugötur miðborgarinnar hafi ekki verið sett upp um leið og bannskiltin. Óskað er eftir flýtimeðferð þar sem greinilegt er að verið er að brjóta á mannréttindum fatlaðra. 

    Frestað. R20120107

  6. Svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 30. nóvember 2020 og svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 4. desember 2020,  við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við Kjarvalsstofu, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 29. október 2020. R20100432

    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:47

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1012.pdf