Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 30

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, föstudaginn 4. desember var haldinn 30. fundur, aukafundur mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í fjarfundi í Ráðhúsi og hófst kl.11.02. Eftirtaldir fulltrúar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Ellen J. Calmon, Þór Elís Pálsson, Daníel Örn Arnarsson, Örn Þórðarson og Skúli Helgason. Einnig sat Anna Kristinsdóttir fundinn með fjarfundarbúnaði.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga og umsögn valnefndar, dags 3. desember 2020, um verðlaunahafa  Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020. Trúnaður er um verðlaunahafa þar til verðlaunin verða afhent þann 10. desember 2020. Samþykkt.

    Dóra Björt Guðjónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tilnefningar og tillögur valnefndar dags. 3. desember 2020, til hvatningarverðlauna mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2020. Trúnaður er um verðlaunahafa þar til verðlaunin verða afhent þann 10. desember 2020. Samþykkt.

    Dóra Björt Guðjónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:35

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_0412.pdf