Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 29

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 26. nóvember, var haldinn 29. fundur Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, fjarfundur og hófst klukkan 13:02. Viðstödd voru Diljá Ámundadóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Þór Elís Pálsson, Daníel Örn Arnarson, Örn Þórðarson, Skúli Helgason, Alexandra Briem. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóvember 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129

    Fylgigögn

  2. Lögð fram skýrslan Reykjavíkurborg, Covid -19 og Innflytjendur, dags. október 2020. R20110337

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð þakkar fyrir góða kynningu á stöðu innflytjenda í Reykjavík á tímum Covid19 en ljóst er að borgarkerfið lærði margt og hratt í fyrri bylgjunni, og öll upplýsingagjöf hefur gengið betur og hraðar í þriðju bylgju. Ákaflega mikilvægt er að upplýsingagjöf um brýn málefni svo sem viðbrögð borgarinnar við faraldri séu í góðum og traustum skorðum, og er starfsfólki og embættismönnum þakkað fyrir að halda vel á þeim málum við þessar erfiðu aðstæður.

    Joanna Marcinkowska og Barbara Jean Kristvinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefninu Upplýsingar til nýrra íbúa og viðmótinu Velkomin til Reykjavíkur, sem unnið var af mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í Gróðurhúsi þjónustu- og nýsköpunarsvið. R20110340

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Velkomin til Reykjavíkur er tímamótaverkefni, en löngu er orðið tímabært að setja upp viðmót sem tekur á móti innflytjendum og öðrum sem ekki eiga auðvelt með að leita upplýsinga á íslensku, og hjálpi þeim að finna viðeigandi upplýsingar um þjónustu borgarinnar og möguleikana sem í boði eru. Ákaflega mikilvægt er að nálgast þjónustu við íbúa heildstætt þannig að upplýsingar séu aðgengilegar og læsilegar fyrir sem flesta íbúa, og nauðsynlegt að halda áfram að kanna það hvar við getum gert betur.

    Joanna Marcinkowska og Barbara Jean Kristvinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. nóvember 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu um framlengingu tilraunaverkefnis um íbúaráð, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020. R19100342

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Vegna þess ástands sem hefur myndast vegna covid faraldurs er mikilvægt að framlengja þetta tilraunaverkefni, þar sem aðstæður hafa haft verulega mikil áhrif á störf íbúaráða. Íbúaráðin hafa virkað vel til að opna á umræðu í hverfum um málefni sem brenna á íbúum, og ekki annað að sjá en að þau uppfylli hlutverk sitt vel, meira að segja á tímum þar sem fundir fara fram í fjarfundaformi. Mikilvægt er að gefast ekki upp á þeirri tilraun að hafa slembivalda fulltrúa, en þátttaka þeirra hefur gengið misvel í faraldrinum, sem mögulega má rekja til krefjandi aðstæðna og tækjabúnaðar. Lagt er til að þegar samkomutakmörkunum er aflétt verði ráðist í sérstakan fund fyrir fulltrúa í íbúaráðum, til að skerpa á og samræma sýn á hlutverk og störf íbúaráðanna.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga um framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð var lögð fram í borgarráði. Fulltrúi Flokks fólksins telur að íbúaráðin hljóti að vera komin til að vera. Þau hafa mikilvægu hlutverki að gegna og ekki síst að vera tengiliður borgarbúa og stjórnkerfis. Kynna þarf rækilega að fundir íbúaráða eiga að vera opnir borgarbúum, um leið og COVID ástandinu lýkur. Fulltrúi Flokks fólksins fýsir að vita hversu mikil þátttaka borgarbúa er á fundum/streymi. Jafnframt er áréttað að nýju íbúaráðin styrki lýðræði í borginni og tryggt þannig rétt borgaranna til að koma sínu áliti fram um ýmis málefni sem þá varðar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs dags. 15. október 2020, um auglýsingu á kynningarferli á Aðalskipulagi 2010 – 2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð. Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum hefur verið framlengdur til 27. nóvember 2020. R20100393

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um fulltrúa í valnefnd vegna styrkja til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R20110341
    Samþykkt að Diljá Ámundadóttir og Þór Elís Pálsson taki sæti í valnefnd. Til vara þau Daníel Örn Arnarsson og Ellen J. Calmon.

  7. Lagt fram yfirlit yfir fulltrúa í valnefnd vegna mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020 og hvatningarverðlauna mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. 
    Samþykkt að Claudie Ashonie Wilson, Bergsteinn Jónsson og Eiður Axelsson Welding taki sæti í valnefnd. R20040098

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um opinn fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs þann 10. desember 2020, á alþjóðlegum degi mannréttinda. R20040098

    Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að ákveða dagskrá ásamt Dóru Björt Guðjónsdóttur og Diljá Ámundadóttur. 

    -    Kl. 15.01 víkja Daníel Örn Arnarsson, Skúli Helgason og Örn Þórðarson af fundinum.

Fundi slitið klukkan 15:11

Skúli Helgason Alexandra Briem

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_2611.pdf