Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 27

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 29. október, var haldinn 27. fundur Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, Sólrúnarbúð og hófst klukkan 13:09. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Daníel Örn Arnarson, Skúli Helgason, Örn Þórðarson, Þorkell Heiðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. október 2020, um breytingu á samþykkt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R18060129

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 27. október 2020, með tillögu um stofnun starfshóps um lýðræðisþátttöku og samráð við borgarbúa.  R19010390
    Samþykkt. 

    -    Kl. 13.12 tekur Þór Elís Pálsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins um brunavarnir, sbr. 9 lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 24. september 2020. R20090223
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 26. október 2020, um Grænan viðskiptahraðal: 

    Lagt er til að Reykjavíkurborg gerist aðili að Grænum hraðli sem einn af bakhjörlum verkefnisins og leggi fram 10 milljónir króna til þess, enda náist að fjármagna það í samræmi við verkefnisáætlun og gera um það sérstakan samning. 

    Greinagerð fylgir tillögunni. R20100230
    Samþykkt og vísað til borgarráðs. 

    -    Kl. 13.45 víkur Þorkell Heiðarsson og Ellen Jacqueline Calmon tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Örn Þórðarson víkur af fundinum undir þessum lið. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins fagna þessu athyglisverða verkefni sem Grænn hraðall er og telur það geta orðið tímamótaverkefni í að koma nýsköpunargeiranum á Íslandi á fulla ferð í baráttunni við loftslagsvandann hérlendis og erlendis. Hér er verið að samþykkja að Reykjavíkurborg gerist aðili að Grænum hraðli sem einn af bakhjörlum verkefnisins og er það í takt við áherslur Græna plansins um efnahagslega endurreisn sem samþykkt var í vor. Einnig er þetta mikilvægt atriði þegar kemur að því að uppfylla Parísarsáttmálann með því að skapa samhent átak og öflugan samstarfsvettvang milli nýsköpunarsamfélagsins, ríkis og borgar um úrlausnir í loftslagsmálum sem mun efla græna nýsköpun í landinu. Viðspyrnan vegna Covid þarf að vera græn. Grænn hraðall er viðskiptahraðall sem er ætlað að draga fram, efla og þróa tækni og aðferðir sem raunverulega leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í loftslagsmálum með það fyrir sjónum að þátttakendur verði í lok hraðals í stakk búnir til að sækja styrki í Innovation Fund Evrópusambandsins.

    Kristín Soffía Jónsdóttir og Kristinn Jón Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um jafnara aðgengi að endurvinnslu:

    Fulltrúi Sósíalista í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði leggur til að á að minnsta kosti einni móttökustöð Sorpu geti einstaklingar fengið aðstoð við að setja endurvinnanlegan úrgang í viðeigandi gáma. Í dag er staðan sú að ekki allir sitja við sama borð þegar kemur að því að skila flokkuðum úrgangi á viðeigandi staði. Ekki allir eru færir að nýta sér grenndargáma og erfitt getur verið að fá aðstoð á móttökustöðvum Sorpu. Í ljósi þess er lagt til að á að minnsta kosti einni stöð verði hægt að fá aðstoð með að tæma bílinn. R20100433

    Vísað til umsagnar Stjórnar Sorpu og aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks.

  6. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði óskar upplýsinga um hversu oft svið og skrifstofur sem undir það heyra, hafa nýtt sér aðstöðu til funda í Kjarvalsstofu og af hvaða tilefni. Óskað er eftir sundurliðuðum lista yfir tilefni, hverjir sátu fundina og hver var kostnaður hvers fundar. Þá er jafnframt óskað eftir því að kvittanir fylgi með fyrir hvern viðburð. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um kostnað við aðgangskort að Kjarvalsstofu og hverjir sé handhafar þess. R20100432

    Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Fundi slitið klukkan 14:21

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_2910.pdf