Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 25

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 24. september var haldinn 25. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl.13.03. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ellen Jacqueline Calmon og Daníel Örn Arnarsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt sat fundinn með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þór Elís Pálsson, Diljá Ámundadóttir, Skúli Helgason og Örn Þórðarson. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefninu Nýr vefur Reykjavik.is. R19010057

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir góða kynningu á mikilvægu og spennandi verkefni. Við fögnum því að horft sé til hugmyndafræði algildrar hönnunar við hönnun og uppbyggingu nýrrar heimasíðu og hvetjum jafnframt að horft verði til margbreytileika samfélagsins í öllu myndefni og texta en þar má meðal annars nýta leiðbeiningar í ritinu "Margbreytileiki í máli og myndum - leiðbeiningar fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar".

    Ólafur Sólimann Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram trúnaðarmerkt bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. september 2020, um breytingar á rekstri upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar til næstu þriggja ára. Fært í trúnaðarbók mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs,  fram að 1. nóvember 2020, eða þar til breytingar koma til framkvæmda.  

    R20050230 

    Friðþjófur Bergmann, Kjartan Kjartansson, Kári Róman Svavarsson og Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  3. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 17. september 2020, um frestun á útboði mötuneytis. R20020022

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um valnefnd mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020 og Hvatningarverðlauna. R20040098

  5. Fram fer umræða á útfærslu og umgjörð um þriðju klefana í sundlaugum Reykjavíkurborgar – Verklag þjónustu. R18110160

    Steinþór Einarsson og Sólveig Valgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  6. Fram fer kynning á atvinnuauglýsingum Reykjavíkurborgar, með tilliti til kyns, uppruna, og fötlunar. Til kynningar. R20090203

    Harpa Hrund Berndsen og Auður Björgvinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á verkefninu Borgaraþjónustu í Grófarhúsi og tengsl við þjónustuhönnun. R20060280

    Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Dögg Sigmarsdóttir og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram til upplýsingar stöðuskýrsla félagsmálaráðuneytis dags. 18. september 2020, um uppbyggingu félags – og atvinnumála í kjölfar Covid19. R20090204

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Flokks fólksins:

    Vegna lélegra brunavarna í mörgum húsum í eldri hverfum borgarinnar vill fulltrúi Flokk fólksins vekja athygli á eftirfarandi. Nú nýverið dóu þrír einstaklingar í bruna við Bræðraborgarstíg m.a. vegna lélegra brunavarna. Ef íbúar hafa áhyggjur af brunavörnum í því húsi sem þeir búa og vilja bæta flóttaleiðir þá er nauðsynlegt að borgaryfirvöld gæti þessa að viðkomandi einstaklingar fái notið þess lýðræðis réttar að ná fram slíkum umbótum. Lög og reglur taka ekki nægjanlega vel utan um þetta m.a. hefur Brunavarnaeftirlitið takmarkað umboð til aðgerða ef upp koma gallar á húsnæði varðandi brunavarnir. Nýverið vildi ung kona í Tjarnargötunni lagfæra sínar brunavarnir þar sem hún hafði fest kaup á risíbúð þar sem er aðeins ein undankomuleiðir, sjálfur stigagangurinn. Hún vildi sjá um kostnað, en eigandi á neðstu hæð var andvígur, og framkvæmdir gátu ekki farið fram. Nauðsynlegt er að breyta bæði reglugerðum og lögum. Flokk fólksins leggur til að Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar verði falið að kanna réttindi íbúa borgarinnar varðandi brunavarnir þá sérstaklega þegar íbúar sýna ábyrgð og vilja bæta húsnæði sitt, en lenda síðan í hindrun af ýmsum ástæðum. Því þarf að endurskoða reglur og lög varðandi þennan málaflokk og í framhaldinu komi mannréttindaskrifstofan með tillögur til úrbóta. R20090223

    Frestað.

  10. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins:

    Í borgarráði 10. september 2020 var lögð fram til samþykktar tillaga meirihlutans að erindisbréfi stýrihóps um heildstæða stefnu í aðgengismálum. Stýrihópurinn hefur það hlutverk að marka heildstæða stefnu um aðgengismál í víðum skilningi í Reykjavík með algilda hönnun að leiðarljósi m.a. hvað varðar aðgengi að byggingum og borgarrýmum. Það er vissulega jákvætt að verið sé að mynda heilstæða stefnu í aðgengismálum, en fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig á samráðið að fara fram við hagsmunafélög fatlaðra? R20090209

    Vísað til umsagnar stýrihóps um heildstæða stefnu í aðgengismálum. 

    -    Kl. 15.30 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir tekur sæti með

    fjarfundarbúnaði.

Fundi slitið klukkan 16:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_2409.pdf