Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2020, mánudaginn 7. september, var haldinn 24. fundur Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Ráðhús, Tjarnabúð og hófst klukkan 17:01. Viðstödd voru Diljá Ámundadóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Skúli Helgason, Daníel Örn Arnarson, Örn Þórðarson, Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir , Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu dags. 1.september 2020, samkvæmt 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R20010055
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 4. september 2020, um drög að breytingum á reglum vegna úthlutana hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. R19010109
Samþykkt.- Kl. 13.17 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundardagatal mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs haust 2020. Til R20010319
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vinnufjarfund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs 2020, þann 17. september 2020 um aðgerðaráherslur ráðsins 2021. R20080137
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins um að bæta réttindi barna á Íslandi, sbr. 16. lið fundargerðar ráðsins frá 10. október 2019, ásamt sameiginlegri umsögn velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs ódags.
Vísað til meðferðar eigendahóps um úthlutunarlíkan skóla- og frístundasviðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er grundvallargildi hjá borgaryfirvöldum að öll börn hafi jöfn tækifæri til þátttöku í skóla- og frístundastarfi og að börn fari ekki á mis við þátttöku í viðburðum í skólasamfélaginu vegna fjárhagserfiðleika eða skuldavanda forsjáraðila. Það er í hnotskurn inntak verklagsreglna sem borgarráð samþykkti árið 2013 og hafa verið í gildi síðan. Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs er mjög meðvitað um þessa stefnu og leggur sig fram um að tryggja að það hamli ekki þátttöku barna í félagsstarfi eða viðburðum á vegum skóla að fjármagn sé af skornum skammti á heimilum viðkomandi barna. Því er lagt til að erindinu sé vísað til eigendahóps um úthlutunarlíkan þar sem hægt er að skoða fjárhagsrammann með tilliti til framangreindra þátta.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokk fólksins þakkar svarið og fagnar því að Reykjavíkurborg sé þátttakandi í áformi ríkisins að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um barnvænt Íslands. Niðurstaða þessarar vinnu má ekki aðeins vera falleg orð á blaði heldur verður fjármagn að fylgja slíkri stefnubreytingu. Það kemur fram í tillögu Flokk fólksins að börn í sumum skólum borgarinnar upplifa mismun vegna efnahags foreldra, þurfa m.a. að neita sér um að sækja sameiginlegar samkomur skólans sem þarf að greiða fyrir. Með einum eða öðrum hætti verður að mæta þessum mismuni og þá sérstaklega þegar þessi nýja stefna verður að veruleika. Í þessu ferli er æskilegt að notkun frístundakortsins verði jafnframt endurskoðuð með því að víkka notkunarmöguleika þess. Það er sumum fjölskyldum afar nauðsynlegt, svo börnin geti stundað það félags- og íþróttastarfs sem boðið er upp á í borginni. Hafa skal í huga það ótrúlega ástand sem nú er í samfélaginu vegna Covid og því miður fer versnandi hvað varðar efnahag margra heimila og ættu borgaryfirvöld að bregðast nú strax við, en bíða ekki eftir niðurstöðum úr umræddu samráði sem gæti óneitanlega dregist á langinn einmitt í ástandi því sem við nú upplifum.
Fylgigögn
-
Lagðar fram umsóknir um skyndistyrki til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. R20030062
Samþykkt að veita verkefninu Skrölt, styrk að upphæð kr. 500.000,-
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu. -
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags 7. september 2020, um stöðu á vinnu stýrihóps um mótun stefnu Reykjavíkurborgar í nýsköpun og snjallborgarmálum. R19030037
Kristinn Jón Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram til upplýsingar bréf borgarstjóra dags. 31. ágúst 2020, um styrk borgarráðs til Nýsköpunarvikunnar árið 2020. R20030145
Fylgigögn
-
Lagt fram til upplýsingar umsókn um Nýsköpunarhöfuðborg Evrópu - European Innovation Capital Awards 2020. R20090060
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu á innleiðingu við þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. Til kynningar. R18040190
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þróun þjónustu byggt á notendamiðaðri hönnun eykur aðgengi að þjónustu og felur í sér hagræði fyrir íbúann og borgina. Því er ánægjulegt að sjá að innleiðingin er á góðri siglingu og öflugt teymi þar að baki.
Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Hvirfill í borginni okkar – viðburðadagatal Reykjavíkurborgar. Til kynningar. R20090042
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Miðlægt viðburðardagatal sem þetta sem er opið fyrir alla viðburðarhaldara er góð þjónusta við borgarbúa sem og við skipuleggjendur. Viðmótið er þægilegt og létt og unnið er að frekari þróun miðilsins öllum til hagsbóta.
Ólafur Sólimann Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefnum fjármögnuðum af Nýjum upplýsingakerfum. R20060053
Hugrún Ösp Reynisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda-, og lýðræðisskrifstofu dags. 24. ágúst 2020, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins um undanþágur á ökubanni um göngugötur, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 25. júní 2020. R20060252
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þökkum mannréttindaskrifstofu borgarinnar fyrir svarið, en svarinu er farið með fínum hætti í kringum hlutina eins og þeir raunverulega eru. Ísland hefur skrifað undir yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og ber því að tryggja jafnt aðgengi fatlaðs fólks hér á landi í hvívetna. Því er ekki möguleiki á neinum undanþágum. Pólitíkin hefur ekki, og á ekki, að hafa val um hvort loka eigi götum þannig að engin ökutæki komist þar að. Borgaryfirvöldum ber að tryggja aðgengi fatlaðra alls staðar í borginni, enda er lögð áhersla á það í lýðræðisstefnu borgarinnar, aðgengi fatlaðra sé opið, sem og hreyfihömluðu fólki, eldri borgurum og fólki sem hefur skerta hreyfigetu eftir slys. Í nýjum tillögum lýðræðisstefnu borgarinnar er þetta skýrt. Á að gilda alls staðar, ekki bara á pappír og í munni meirihlutans á tyllidögum, því slíkt er innistæðulaust skrum. Hvað varðar lokun göngugatna í miðborg Reykjavíkur þá er engin slík tilhliðrun til staðar. Þetta er því miður staðreynd. Hvað varðar þjónustuaðila við þessar götur þá er ekki einvörðungu verið að vega að hagsmunum þeirra, heldur er skýlaust verið að brjóta á lýðræðislegum réttindum þeirra en það varðar lýðræðisskrifstofu borgarinnar svo sannanlega. Spurning vaknar um hvað jafnt aðgengi fyrir alla þýði í huga meirihlutans?
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Meirihluti borgarstjórnar leggur ríka áherslu á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og innleiðingu hans. Eins og kemur fram í svarinu þarf jafnræði að ríkja um aðgengi óháð fötlun og er unnið að því að bæta aðgengi bæði hvað varðar aðgengi að borgarlandi, að upplýsingum og þjónustu.
- Kl. 16.04 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. R20090095:
Hvað veldur því að verkefnið „Rafræn vöktun“, sem íbúar í Grafarvogi kusu í gegnum íbúalýðræðisgáttina „Hverfið mitt - Grafarvogur“ 2018 og átti að koma til framkvæmda 2019, var sett í bið og skoðun hjá Þjónustu og nýsköpunarsviði. Athygli vekur að verkefnið var komið í undirbúning um miðjan maí 2019, en sett í bið 4 mánuðum síðar. Rétt er að taka fram að tillagan mæltist vel fyrir meðal íbúa Grafarvogs og fékk góðar undirtektir á íbúalýðræðisgáttinni „Hverfið mitt, betri hverfi“ og fékk síðan góða kosningu meðal íbúa Grafarvogs. Með hliðsjón af umræðu um mikilvægi íbúalýðræðis á vettvangi borgarstjórnar og áherslu á þátttöku almennings í forgangsröðun verkefna og framkvæmda í sínu nærumhverfi er áríðandi að tillögur sem eru samþykktar í gegnum íbúalýðræðisgáttir fái skjótan framgang. Standi ekki til að koma umræddu verkefni til framkvæmda er nauðsynlegt að skýra það fyrir íbúum Grafarvogs án tafa. Jafnframt að upplýsa um það ef ekki eigi að nýta þær íbúalýðræðisgáttir sem notaðar hafa verið, eða hvort setji eigi fyrirvara á hvaða tillögur og hugmyndir íbúar megi koma með. Mikilvægt er að tryggja að íbúar í hverfum borgarinnar fái ekki tilfinningu fyrir því að íbúalýðræðisgáttir og tal um þátttöku íbúa í ákvörðunum og forgangsröðun í hverfum sínum, séu hjóm eða sýndarlýðræði.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
- Kl. 16.06 víkja Skúli Helgason og Dilja Ámundadóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 16:10
Skúli Helgason Dóra Björt Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1009.pdf