Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 21

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 25. júní var haldinn 21. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi, Höfðatorgi og hófst kl.13.00. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Geir Finnsson, Ellen Jacqueline Calmon, Þór Elís Pálsson, Örn Þórðarson, Daníel Örn Arnarsson og Skúli Helgason. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fyrsti hluta úttektar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á aðgengi að húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar. R18110164

    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:

    Lagt er til að mannréttindastjóra í samvinnu við skóla- og frístundasvið, umhverfis- og skipulagssvið og aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks verði falið að vinna áætlun um forgangsröðun framkvæmda við skólahúsnæði og eftir atvikum aðra þjónustustaði borgarinnar, með það sérstaklega í huga að tryggja aðgengi. Áætlunin feli í sér fjárhagsmat einstakra framkvæmda. Auk þess verði unnar tillögur að samræmdum aðgengismerkingum ásamt kostnaðarmati.

    Samþykkt. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Brýnt er að tryggja aðgengi allra kynja og fólks óháð fötlun að húsnæði og þjónustu borgarinnar. Reykjavík er og á að vera fjölbreytt borgarsamfélag fyrir alla þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð.

    María Björk Lárusdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 5. júní 2020, um drög að reglugerð um neyslurými. R200602016

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram lokaskýrsla starfshóps ásamt tillögum, um aukið gagnsæi styrkjaúthlutana Reykjavíkurborgar. R19070030 

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Þess er óskað að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkur svari hvort og þá hvernig það samræmist gildandi mannréttindastefnu borgarinnar að óska eftir því við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að sveitarfélög fái sjálf að ákveða hvaða undanþágur verði  veittar á ökubanni um göngugötur.  Sömuleiðis hvort sú ósk fari gegn jafnréttisstefnu borgarinnar og stefnu um jafnt aðgengi allra í Reykjavík (það er algilda hönnun og aðgengi fyrir alla).  Sérstaklega er vísað í þær athugasemdir frá Öryrkjabandalagi Íslands sem fram hafa komið varðandi þessa ósk Reykjavíkurborgar til Alþingis. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins harma það að þessi ósk hafi verið lögð fram og telja að með henni sé verið að gera lítið úr réttindabaráttu fatlaðra varðandi jafnt aðgengi. Sömuleiðis að kannað verði hvort mannréttindi hafi verið brotin á réttindum fatlaðra og á jafnræðisreglu gagnvart rekstraraðilum, þegar ákveðið var að loka alfarið fyrir umferð ökutækja um rótgrónar verslunargötur. Skýrt er í lögum að óheimilt er að meina fötluðum aðgengi að allri þjónustu sem veitt er í hverju sveitarfélagi.  Einnig er bent á að Ísland hefur skrifað undir samþykktir Sameinuðu þjóðanna um jafnan rétt fatlaðra um aðgengi hvers konar.

    Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

Fundi slitið klukkan 14:30

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_2506.pdf