Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 22. ágúst, var haldinn 2. fundur Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhús og hófst klukkan 13:00. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Skúli Helgason, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Sigrídur Arndis Jóhannsdottir, Sanna Magdalena Mörtudottir, Geir Finnsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Elísabet Pétursdóttir sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á löggæslu á borgarhátíðum Reykjavíkur.
Fulltrúar Pírata, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar,Viðreisnar og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Pírata, Sjálfstæðsflokks, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þakkar embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir kynningu á þeim verklagsreglum og viðmiðum sem embættið fylgir við löggæslu á borgarhátíðum og samræður þar um á þessum fundi. Samstarf lögreglunnar og Reykjavíkurborgar er þétt og gott og hefur styrkst á undanförnum árum, bæði varðandi skipulag og eftirlit með borgarhátíðum, samstarf í ofbeldisvarnarmálum o.s.frv. Ráðið væntir áframhaldandi góðs samstarfs við lögregluna í þessum efnum sem öðrum enda eru það sameiginlegir hagsmunir borgaryfirvalda og lögreglu að gæta mannréttinda og öryggis borgarbúa.
Fulltrúi Sósíalistaflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Sósíalistaflokkurinn þakkar kærlega fyrir kynninguna.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á lokaskýrslu um úttekt á aðgengi erlendra íbúa að umsóknum á vef Reykjavíkurborgar samkvæmt aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda.
Marcin Pawelec tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 14. lið fundagerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 14. febrúar 2019, um eftirlit ÖSE með borgarstjórnarkosningum 2020. Einnig eru lagðar fram umsagnir utanríkisráðuneytis, dags. 7. júní 2019 og skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. febrúar ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar gegn einu atkvæði
Sjálfstæðisflokks, að vísa tillögunni frá. Fulltrúar Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins sitja hjá.Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Í umsögn utanríkisráðuneytisins kemur fram að það sé forsenda kosningaeftirlits ÖSE að dómsmálaráðuneyti óski formlega eftir því með aðkomu utanríkisráðneytisins. Það fellur því utan hlutverks mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs að fara formlega fram á slíkt eftirlit ÖSE og er ekki annað hægt en að vísa tillögunni frá. Fulltrúar meirihlutans bæði styðja og fagna almennu kosningaeftirliti ÖSE í Reykjavíkurkjördæmum, enda hafa umsagnir stofnunarinnar verið afar gagnlegar og staðfest fagleg vinnubrögð við kosningaframkvæmd Reykjavíkur. Fulltrúarnir taka því undir forgangstilmæli ÖSE vegna alþingiskosninganna 2017 og hvetja til þess að nauðsynleg endurskoðun kosningalaga fari fram og verði hraðað svo komið verði til móts við endurteknar athugasemdir stofnunarinnar þegar og ef hún ákveður að hafa eftirlit með næstu alþingiskosningum og/eða borgarstjórnarkosningum.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar beiti sér fyrir því að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hafi eftirlit með kosningum til borgarstjórnar Reykjavíkur árið 2022 var sett fram í kjölfar ákvörðun Persónuverndar frá 31. janúar 2019 en samkvæmt ákvörðuninni fór borgin ekki að persónuverndarlögum við meðferð persónuupplýsinga frá Þjóðskrá Íslands og útsendingu bréfpósta til ákveðinna hópa kjósenda fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018. Í tilkynningu frá Persónuvernd um ákvörðunina sagði meðal annars: „Bréfin voru með mismunandi hvatningarskilaboðum sem voru gildishlaðin og í einu tilviki röng og voru til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum.” Þá sagði í ákvörðuninni að ámælisvert hefði verið að Reykjavíkurborg hafi ekki veitt Persónuvernd upplýsingar um alla þætti málsins eftir að stofnunin óskaði sérstaklega eftir því með bréfi, dagsettu 14. maí 2018.
Helga Björg Laxdal skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjórnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á þátttöku Reykjavíkurborgar að Rainbow Cities Network (RCN).
Valgerður Jónsdóttir sérfræðingur mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í hinsegin og jafnréttismálum, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. júlí s.l. þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 18. júlí 2019, að Diljá Ámundadóttir taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar - og lýðræðisráði í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar. Jafnframt var samþykkt að Gunnlaugur taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Vilborgar Guðrúnar Sigurðardóttur.
Fylgigögn
-
Lögð fram greinagerð vegna styrks mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs.
a) Kvenréttindafélags Íslands - Kjarajafnrétti strax! -
Fram fer kynning á þátttöku á lýðræðsráðstefnu Ungdommens folkemode í Kaupmannahöfn dagana 5. - 7. september 2019.
Guðbjörg Lára Másdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið
-
Lagt fram fundadagatal MNL ágúst til desember 2019 og farið yfir nýjan fundatíma ráðsins.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vinnufund mannréttinda-. nýsköpunar-, og lýðræðisráðs sem fram fer þann 30. ágúst 2019.
-
Lagt fram erindisbréf starfshóps um lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Frestað. -
Lagt fram yfirlit yfir úthlutanir hverfissjóðs frá júní til ágúst 2019.
-
Lagðar fram breytingar á reglum vegna úthlutana úr hverfissjóði.
Samþykkt að vísa til væntanlegra íbúaráða Reykjavíkurborgar, til umsagnar. -
Fram fer kynning á landsfundi jafnréttisnefnda sem haldið verður í Garðabæ dagana 4.-5. september n.k.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Gunnlaugs Braga Björnssonar dags. 13. júní 2019, við fyrirspurn Fulltrúa Flokks fólksins, sbr. 19. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. júní 2019, um samantekt á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Orð sem valdatæki - Um mörk hatursorðræðu, tjáningarfrelsis og meiðyrða.
-
Lagðar fram fundargerðir fjölmenningarráðs dags.19. júní og samráðsnefndar fatlaðs fólks í Reykjavík dags. 16. maí og 20. júní 2019.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar um verkefnið Kjarajafnrétti strax!:
Ég vil gjarnan fá upplýsingar um það hvers vegna ekki voru fulltrúar annarra stjórnmálaflokka í hinum ágæta vinnuhópi um kynjajafnrétti sem settur var á fót 2018 til að ræða kynjajafnrétti á víðum grunni. Til viðbótar væri áhugavert að vita hvort framhald verði á þessari vinnu.
Fundi slitið klukkan 16:02
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason
Sanna Magdalena Mörtudottir