Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 19

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 28. maí var haldinn 19. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl.13.00. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Þór Elís Pálsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Skúli Helgason. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á SPARCS – þjónustu- og nýsköpunarsvið. R20050256 

    Jón Steinar Garðarsson Mýrdal og Magnús Yngvi Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á nýjum upplýsingakerfum, verkefnum þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir skóla- og frístundasvið, um greiningu á námsumsjónakerfi. R20050255  

    -    Kl. 13.47 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.

    Ólafur Sólimann Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að Reykjavíkurborg hefji átak í nýsköpun, sbr. 13. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. maí 2020.  R20050218

    Samþykkt að vísa tillögunni frá, með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins. 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Gleðilegt er að upplifa áhuga Flokks fólksins á nýsköpun og þeim tækifærum sem sannarlega búa í virkri samvinnu við frumkvöðla og nýsköpunarumhverfið. Tekið skal undir að nú eru sannarlega fjölmörg tækifæri til nýsköpunar á ýmsum sviðum. Þegar hafa verið stigin markviss skref af hálfu Reykjavíkurborgar í þessa veru. Um síðustu helgi fór til að mynda fram hakkaþonið „Hack the Crisis“ þar sem borgin ásamt fleiri aðilum setti fram áskoranir úr starfsemi sinni og bauð hverjum sem er að koma með tillögu að lausnum. Einnig er verið að skoða aðkomu borgarinnar að fleiri áþekkum verkefnum sem í mótun eru víðsvegar í samfélaginu. Bent skal á að til að nýsköpun skili árangri þarf að vera mjög skýrt hvaða vanda eða áskorun er verið að ávarpa og hvernig á að innleiða lausnir sem til verða inn í viðkomandi starfsemi. Nýsköpunarkeppni á borð við þá sem hér er lögð til þarf því að vera með sterka tengingu við starfsemi sem þörf er á að breyta. Keppni án slíkrar tengingar eða mótaðra markmiða hefur lítið gildi í sjálfu sér. Í ljósi þess að álíka verkefni hefur þegar verið framkvæmt í tengslum við núverandi ástand er tillögunni vísað frá.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn hafnar tillögunni, sem kemur ekki á óvart, en þrátt fyrir höfnunina fagnar borgarfulltrúi Flokk fólksins því að borgin er að sinna nýsköpun og bendir samtímis á að unnið verðir þverpólitískt. Það ætti að þiggja hugmyndir frá öllum í borgarstjórn, vegna fjölbreytninnar sem er nauðsynleg. Tillagan fjallar um að þróuð verði samkeppni sem hafi að markmiði reynslu úr Covid sem hægt verði að nýta til að bæta samfélagið í borginni. Mikil þróun hefur átt sér stað í átt að fimmtu iðnbyltingunni og er G5 eitt skýrasta dæmið, en þegar það kerfi kemst í notkun þá mun samfélagið umturnast. Mörg störf munu leggjast niður og róbótar verð mun algengari en við þekkjum í dag. Því er nauðsynlegt að bregðast við strax í dag. Greinilegt er að Covid-19 faraldurinn hefur hrint ýmsu af stað, sem kraumaði undir niðri, fjarfundarbúnaður er gott dæmi. Hitt er að Ísland er enn að mestu hráefnisframleiðslu land og greinilegt að atvinnulífið er fábreytt og viðkvæmt þegar óvæntir erfiðleikar skella á samfélaginu. Því er nauðsynlegt að auka fjölbreytileika atvinnulífsins til að samfélagið getur betur tekið á sig óvænt högg. Þannig gæti Reykjavíkurborg verið leiðandi í nýsköpun til að mæta samfélagi framtíðarinnar. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á aðgerðum Reykjavíkurborgar til viðspyrnu Covid19  - Vöruhús gagna. R2003002

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á aðgerðum Reykjavíkurborgar til viðspyrnu Covid19  - Sjálfvirkni kjarnakerfa borgarinnar. R2003002

    -    Kl. 13.55 víkur Óskar J. Sandholt af fundinum.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á búsetuúrræðum og mannréttindum. R20050248 

    Sólveig Sigurðardóttir og Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning Neyðarlínu 112 á verklagi við svörun útkalla.

    -    Kl. 14.45 tekur Kristín Reynisdóttir sæti á fundinum. 
    -    Kl. 15.25 víkur Krístín Reynisdóttir af fundinum og Tómas Gíslason og Elva B. Björnsdóttir taka sæti. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi ályktunartillögu:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands hvetja stjórn Neyðarlínunnar ohf. til þess að láta fara fram óháða úttekt á verkferlum og vinnubrögðum Neyðarlínunnar í tengslum við móttöku erinda frá íbúum og útköll. Úttektin taki mið af gagnrýni sem fram hefur komið í opinberri umræðu um verklag starfsmanna Neyðarlínunnar.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands. 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins sitja hjá. 
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20050329

    Kristín Reynisdóttir, Tómas Gíslason og Elva B. Björnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram til upplýsingar bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 22. maí 2020, um ákvörðun Vinnueftirlits varðandi merkingar salerna í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar. R18110160

    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands:

    Lagt er til að ráðast ekki í að merkja salerni í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar fyrr en ákvörðun félagsmálaráðuneytis liggur fyrir um kæru mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna ákvörðunar Vinnueftirlits. Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur ríka áherslu á mannréttindi, lýðræði og aðgengi allra að samfélaginu í sinni víðustu mynd enda eiga öll að geta blómstrað í mannréttindaborginni Reykjavík.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks fólksins.
    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    -    Kl. 16.17 víkur Skúli Helgason af fundi.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Áframhaldandi barátta Mannréttindaráðs fyrir merkjalausum salernum er óþörf. Þegar hefur Vinnueftirlitið gefið það út að svo lengi sem lágmarksfjölda aðgreindra salerna fyrir hvort kyn er náð er engin skylda lögð á vinnuveitanda til að merkja önnur salerni. Eins og Vinnueftirlitið greindi frá þá er heimilt að hafa 10 ókyngreind saleni á skrifstofu við Höfðatorg. Hér er því komin lausn á álitaefninu og frekari kærur til ráðuneytisins algjörlega óþarfar. Þess utan eru röksemdir fyrir kæru Mannréttinda-og lýðræðisskrifstofu til félagsmálaráðuneytis illa ígrundaðar. Rök eru færð fyrir því að skýra beri reglugerð um húsnæði vinnustaða til samræmis við nýja löggjöf um kynrænt sjálfræði á þá leið að þrátt fyrir skýran texta reglugerðarinnar sé það andstætt markmiði laga um kynrænt sjálfræði að aðgreina salerni. Reglugerðin er skýr. Það er ekkert sem þarf að túlka. 

    Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 22. maí 2020, um verkefnið Hverfið mitt 2020 og drög að tímalínu. R20050238
    Frestað.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram greinagerð vegna styrkja mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. R20050226

    a)    Sema Erla Serdaroglu - Hatursorðræða á netinu.

  11. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um breytta launaseðla, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og lýðræðisráðs frá 14. mars 2019, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu dags, 8. maí 2020. R19030125. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram svar við fyrirspurn Flokks fólksins um fundargerð ofbeldisvarnarnefndar, sbr.12. lið fundargerðar mannréttinda-, og nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 9. janúar 2020. R20010241
    Frestað.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar við fyrirspurn Sjálfstæðisflokks um mögulegt brot ÍR, sbr. 14. lið fundargerðar mannréttinda-, og nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14. maí 2020. R20050109
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:30

Dóra Björt Guðjónsdóttir