Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 18

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 14. maí var haldinn 18. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl.13.00. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, Þór Elís Pálsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Daníel Örn Arnarsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt sat fund með fjarfundarbúnaði. 
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Alexandra Briem og Örn Þórðarson. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. maí 2020, þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 5. maí s.l., að Dóra Magnúsdóttir taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í stað Sigríðar Arndísar Jóhannesdóttur. Jafnframt var samþykkt að Sigríður Arndís taki sæti sem varamaður í stað Ásmundar Jóhannssonar. R18060083

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um framlengingu heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttindastjóra dags,. 11. maí 2020, með tillögu um að fresta afhendingu mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar og hvatningarverðlauna mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, til 10. desember 2020, alþjóðlegan dag mannréttinda. R20040098

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram greinagerðir vegna styrkveitinga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

    a)    Drífa Jónasdóttir - Heimilisofbeldi, umfang og eðli

    b)    Andrými félagasamtök - Málþing

    c)    Andrými félagasamtök - Andrými

    d)    HIV - 30 ára afmælisfögnuður

    e)    Arabísk íslenska ehf - Sure I Can

  5. Fram fer kynning á Stafrænni persónuvernd þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar.

    Dagbjört Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 14.05 víkur Alexandra Briem af fundi og Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram til upplýsingar Ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2019. 

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði þakka fyrir ársskýrslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir árið 2019. Sjálf skýrslan er aðgengileg og endurspeglar það feiknagóða starf sem unnið var á árinu 2019 á sviðinu. Sér í lagi er ánægjuleg sú áhersla sem lögð hefur verið á notendamiðaða þjónustu og áhersla á þá stafrænu vegferð sem borgin er í. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni og spilar stórt hlutverk í að gera þjónustu borgarinnar hnitmiðaðri og aðgengilegri fyrir alla borgarbúa.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins þakkar mjög vel unna skýrslu og það góða starf sem unnið var á árinu 2019 og hvetur til þess að starfinu verið haldið áfram og þróað, en ávallt með manneskjuna í forgangi. Hafa ber í huga að tæknin og allur búnaður sem oft gerir okkur hlutina auðveldari verði ekki mannlegu umhverfi ljár í þúfu.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning þjónustu- og nýsköpunarsviðs um tæknibyltingar á tímum Covid19.

  8. Lagt fram til upplýsingar bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 12. maí 2020, ásamt minnisblaði, um tilkynningu á mögulegu broti vegna ákvörðunar ÍR um að leggja niður meistaraflokk kvenna í handknattleik. R20050109 

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands þakka fyrir erindið og fyrir skelegg viðbrögð mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. Brýnt er að íþróttafélögin hafi jafnrétti ávallt að leiðarljósi í starfinu. Það er fullur skilningur á því að staða íþróttafélaganna geti verið snúin, en komi upp erfiðleikar eins og hér um ræðið er lögð áhersla á að vandinn sé leystur í samvinnu án þess að hann komi hlutfallslega mest niður á einu kyni umfram öðru eða afmörkuðum hópi. Ánægjulegt er að málið hafi hlotið farsæla niðurstöðu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins gera athugasemdir við að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar hafi ekki svarað þeim spurningum sem eftir var óskað með skýrum hætti, þ.e. hvort íþróttafélagið hafi með ákvörðun sinni brotið mannréttindastefnu borgarinnar, brotið samning þess við borgina með ákvörðun sinni, og hvort það hafi áhrif á samningssamband við borgina að félagið brjóti jafnréttisstefnu. Í ljósi þess að um fordæmisgefandi og leiðbeinandi svör til íþróttafélaga er að ræða, er þess óskað að ofangreindum spurningum verði svarað með skýrum hætti og þau svör kynnt íþróttafélögum í borginni.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa brást við með skýrum hætti og í kjölfarið var brugðist við með því að hætta við athæfið sem erindið varðaði.

    Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. mars 2020, um endurgerð kvennaklefa í Sundhöll Reykjavíkur, ásamt umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 11. maí s.l. R20030140

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga mannréttinda- , nýsköpunar- og lýðræðisráðs:

    Lagt er til að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð samþykki að láta fara fram skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykjavíkur sé í samræmi við stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum.

    Breytingartillagan er samþykkt samhljóða. 

    Tillagan samþykkt svo breytt. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun

    Samþykkt er að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð láti fara fram skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykjavíkur sé í samræmi við stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum. Samhliða er niðurstaða skoðunar lögð fram.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins harmar það að við hönnun nýbyggingarinnar við Sundhöllin að ekki hafið verið skoða nægjanlega vel möguleikar og þarfir sundlaugargesta og þá sérstaklega kvenfólks. Sundhöllin er innilaug og líklega heimsækir hópur gesta hana þess vegna, vilja líklega losna undan erfiðri íslenskri veðráttu. Borgarfulltrúi kynnti sér aðstæður og rætt við starfsfólk Sundhallarinnar og við þá skoðun virðist um skipulags annmarka að ræða. Erfitt er að skilja hvers vegna kvennaklefinn er staðsettur fjarri innilauginni og að ekki sé innangengt fyrir konur að komast í gömlu sundlaugina nema að fara út og ganga þó nokkurn spöl. Það hefur reynst eldir konum og fötluðum erfitt, einnig telpum sem mæta í sundkennslu. Foreldrar hafa kvartað yfir þessu. Málið hefur verið leyst til bráðabirgða með að leyfa konum að ganga í gegnum gamla kvennaklefann, nokkuð löng leið og miður æskileg fyrir ung börn. Flokkur fólksins hvetur til að málið verði skoðað af alvöru og fundin lausn á þessum tilbúna vanda. Hvetur jafnframt að hlustað verði á starfsfólkið sjálft sem þegar hefur ágætis lausn á vandanum. 

    Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram minnisblað mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. maí 2020, um stöðu mannréttinda og lýðræðis á tímum Covid-19. R20050089

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokk fólksins þakkar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu minnisblað það sem nú er lagt fram vegna ýmissa liða sem þarf að varast á tímum kórónaveriunnar. Það er alvarlegt að sjá hversu heimilisofbeldi hefur aukist vegna einangrunar fólks á heimilum sínum, sem því miður beinist fyrst og fremst gagnvart konum og börnum. Flokkur fólksins beinir þeim tilmælum til borgaryfirvalda að finna leiðir til að drag úr ofbeldi á heimilum borgarinnar og leita áþreifanlegra leiða til að hjálpa gerendum ofbeldis. Með því að vinna að árangurstengdu átaki í forvörnum m.a. með meðferðarúrræðum ýmis konar ætti að vera hægt að minka heimilisofbeldi umtalsvert. Borgarfulltrúi leggur til að á þessum fordæmalausu tímum verði beint til ofbeldisvarnarnefndar á vegum borgarinnar til að leitar úrræða til að lágmarka heimilisofbeldi.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Guðrún Elsa Tryggvadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á Rannsóknarþjónustu – Horizon Europe 2021 – 2027.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:



    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata þakka kynninguna. Horizon styrkirnir hafa skipt miklu máli fyrir Reykjavíkurborg og gert ýmis verkefni möguleg, sér í lagi á sviði loftslagsmála. Gleðilegt er að Horizon 2020 þróist út í Horizon Europe svo að þetta góða starf geti haldið áfram. Býr rannsóknarþjónustan yfir mikilvægri þekkingu þegar kemur að þessu styrkjaumhverfi sem hefur gert okkur sem samfélagi kleift að njóta góðs af því í formi styrkja til framsækinna og samfélagslega mikilvægra verkefna.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins þakkar kynningu á Horizon Europe og fagnar því að styrkir þaðan nýtist vel starfsemi borgarinnar. Vert er að halda þessu starfi áfram og skoða væntanlegt styrktartímabil svo hægt verði að nýta í nýsköpun og á sem flestum sviðu. Flokkur fólksins leggur jafnframt til að hinum almenna borgara verið kynntir þeir möguleikar sem Horizon Europe býður upp á. Úti í samfélaginu er mikill kraftur hjá fólki sem hefur áhugaverðar hugmyndir en þekkir ekki þá möguleika og þann vetvang sem þegar er til staðar til að þróa þær. 

    Magnús Yngvi Gylfason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Fram fer kynning á fyrirkomulagi borgarvaktar í velferðar- og atvinnumálum og hugmyndir að bráða- og borgarvísum. R20030002

    Svavar Jósefsson og Óli Páll Geirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  13. Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um að Reykjavíkurborg hefji átak í nýsköpun á tímum Covid-19: 

    Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg stofni til nýsköpunarsamkeppni með hliðsjón af því fordómalausa ástandi sem nú heltekur mannkyn vegna kórónaveirunnar. Neyðin kennir naktri konu að spinna, en líkt og þegar skóinn kreppir að þá vaknar sköpunarþörf einstaklingsins og nýir hlutir verða til. Einmitt nú er kjörið tækifæri til að virkja sköpunarkraft borgarbúa og bjóða þeim upp á öflug námskeið í nýsköpun svo þeir geti mótað og virkjað sínar hugmyndir. Í framhaldinu yrði komið á samkeppni með veglegum verðlaunum þar sem þátttakendum er boðið upp á leiðsögn í að þróa sínar hugmyndir en frekar. Leitað verði til fagaðila á ýmsum sviðum bæði til kennslu og leiðsagnar í öllu ferlinu. Hugsanlega mætti höfuð áherslan vera á nýsköpun tengd þjónustu og starfsemi borgarinnar, samskipti manna á meðal og nýjar aðferðir með miðlun listviðburða og margt fleira. Borgarfulltrúi fagnar því að borgarráð er með sömu sýn.

    Frestað.

  14. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Með hliðsjón af ábendingum sem ráðinu bárust varðandi ákvörðun íþróttafélags um að leggja niður meistaraflokk kvenna í íþróttagrein en halda áfram á sama tíma með meistaraflokk karla, þá er þess óskað að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa svari því almennt, sem leiðbeinandi svar: 1. Hvort íþróttafélag sem leggur niður íþróttastarf í kvenna- eða stúlknaflokki, á sama tíma og starf í karla- eða drengjaflokki er haldið áfram, og öfugt, þ.e. ef karla- eða drengjaflokksstarf leggst niður á meðan kvenna- eða stúlknastarf heldur áfram, sé með slíkri ákvörðun að brjóta mannréttindastefnu borgarinnar. 2. Hvort íþróttafélög sem taka slíkar ákvarðanir séu mögulega að brjóta samninga sem þau hafa gert við Reykjavíkurborg. 3. Hvaða áhrif það hafi á samningssamband slíkra félaga við borgina að það brjóti jafnréttisstefnu sína og borgarinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttafélög í borginni að þessi svör séu tiltæk sem leiðbeiningar varðandi samningssamband þeirra við borgina. Íþróttafélög hafa flest yfir takmörkuðu fjármagni að ráða og aldrei minna en núna, og þess vegna því mun meira áríðandi að íþróttafélög borgarinnar fái svör við þessum spurningum sem allra fyrst

    Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

Fundi slitið klukkan 16:25

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1405.pdf