Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 17

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 2. apríl var haldinn 17. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Borgarstjórnarsal og hófst kl.13.30. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Þór Elís Pálsson og Daníel Örn Arnarsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Óskar J. Sandholt sat fund með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Skúli Helgason, Diljá Ámundadóttir, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Örn Þórðarson. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. mars 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á upplýsingagjöf og þjónustu velferðarsviðs við jaðarsetta hópa vegna COVID - 19. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð þakkar góða yfirferð. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé vel haldið utan um jaðarsetta hópa í borginni og það er til fyrirmyndar hvernig þjónustumiðstöð VMH og VOR-teymið hefur gert það. Það er nauðsynlegt að þessi hópur finni fyrir stuðningi og umhyggju á þessum erfiðu tímum. Gott er að sjá að það er passað vel upp á að öll geti fylgt sóttvarnarlögum, að haldið sé vel utan um upplýsingagjöf og hugað að heilsu þessara aðila. Bráðabirgðahúsnæði nýtist í þessu tilliti sem hefur verið tekið á leigu sérstaklega vegna aðstæðnanna. Það sést best á því hversu vel er haldið utan um hópinn að ekkert smit hefur komið upp hjá gestum gistiskýlisins. Fulltrúar ráðsins vilja koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks velferðarsviðs fyrir viðamikil, öflug og vel unnin störf í þágu þessara jaðarsettu hópa á þessum fordæmalausu tímum.

    Sigþrúður Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á upplýsingagjöf og starfsemi MAR og ÞON vegna COVID - 19. 

    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs:

    Lagt er til að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í samvinnu við þjónustu- og nýsköpunarsvið, skóla- og frístundasvið, velferðarsvið, upplýsingadeild borgarinnar, fjölmenningarráð, og aðra sem koma ættu að málum að vinna tillögur að því hvernig megi stuðla að góðri og heildstæðri upplýsingamiðlun til fólks af erlendum uppruna með því markmiði að tryggja fullnægjandi upplýsingaþjónustu við sem allra flesta íbúa borgarinnar, hvort sem þeir tala íslensku eða ekki. Í þeirri vinnu skuli taka mið af samþykktri stefnumörkun borgarinnar um að auka eigi aðgengi fólks af erlendum uppruna að þjónustu borgarinnar og upplýsingum um þeirra réttindi í mannréttindastefnu, í stefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, í upplýsingastefnu og í málstefnu.
    Samþykkt.

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð þakkar góða yfirferð. Fulltrúar ráðsins vilja koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks þjónustu- og nýsköpunarsviðs og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu fyrir viðamikil, öflug og vel unnin störf á þessum krefjandi tímum. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé vel haldið utan um upplýsingagjöf til fólks af erlendum uppruna svo við getum öll verið almannavarnir, ekki bara sum. Joanna Marcinkowska og Barbara Jean Kristvinsson, sérfræðingar í innflytjendamálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, hafa unnið þrekvirki í þessum efnum að undanförnu í samvinnu við starfsfólk viðkomandi sviða. Auðvitað væri best ef það væri hægt að hafa upplýsingagjöfina alltaf jafn góða og hún er við þessar sérstæðu aðstæður og ætti það sannarlega að vera okkar markmið. Ber að nefna að það er ánægjulegt að þjónustu- og nýsköpunarsvið hafi innleitt fjarfundabúnað áður en að þessum aðstæðum kom og nýtur borgarstjórn og stjórnsýslan öll nú góðs af því og hefðum við verið í allt öðrum aðstæðum ef svo hefði ekki verið.

    Joanna Marcinkowska og Barbara Jean Kristvinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu dags. 26. mars 2020, með beiðni um frest á að skila niðurstöðum til 1. október 2020. 
    Samþykkt.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu dags. 26. mars 2020, þar sem fram kemur að Þór Elís Pálsson tekur sæti í stýrihópnum í stað Ásgerðar Jónu Flosadóttur. 

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu dags. 26. mars 2020, ásamt minnisblaði til upplýsingar, um kostnaðaráætlun vegna samráðsferlis.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 24. mars 2020, um áætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs um greiningu þjónustuþátta og framkvæmd kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar 2021. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar mannréttindastjóra dags. 27. mars 2020, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um stöðu fatlaðra barna í íþróttastarfi, sbr. 21. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 13. febrúar 2020. R20020152

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins þakkar svar við fyrirspurn frá 13.2. 2020 um stöðu fatlaðra barna í íþróttastarfi borgarinnar. Í svari frá Mannréttinda-og lýðræðisskrifstofu borgarinnar kemur fram að fylgst verði með réttindum fatlaðra þegar ný stefna borgarinnar verður lögð fram og samþykkt, einnig tekið fram í umsögn Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 14.2. 2020. Í svari mannréttindaskrifstofu kemur jafnframt fram að fylgst verður með að fjármagn fylgi nýju stefnu borgarinnar til ársins 2030. Á það skal þó bent að í þeim kynningargögnum sem borgin hefur gefið út um stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til 2030 er ekkert um íþróttir fatlaðra. Flokkur fólksins áréttar að samkvæmt samþykktum Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að ber yfirvöldum að veita fötluðum jafn aðgengi til iðkun íþrótta og öðrum einstaklingum samfélagsins. Í 30. gr. 5. lið samþykktanna segir m.a.: Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að taka til jafns við aðra þátt í tómstunda-, frístunda-, og íþróttastarfi með því að: b) tryggja fötluðu fólki tækifæri til þess að skipuleggja, þróa og taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fatlað fólk og hvetja til framboðs á veiðieigandi tilsögn, þjálfunar og fjármagns, í þessu skyni og með sama hætti og gildir um aðra. 

    -     Kl. 15.43 víkur Diljá Ámundadóttir af fundi.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 27. mars 2020, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um afturköllun umsagnarbeiðni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til aðgengis- og samráðsnefndar, sbr. 20. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 27. febrúar 2020. R20030070

    -    Kl. 15.47 víkur Skúli Helgason af fundi.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:55

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_0204.pdf