Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 13

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 23. janúar var haldinn 13. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Laugardalshöll og hófst kl.13.12. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Daníel Örn Arnarsson, Örn Þórðarson, Skúli Helgason, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Þór Elís Pálsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2020, þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 21. janúar s.l., að Þór Elís Pálsson taki sæti í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í stað Ásgerðar Jónu Flosadóttur. R18060083

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks í Reykjavík, frá 16. janúar 2020. R19100341

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á Jafnréttisþing – Jafnrétti í breyttum heimi, sem fram fer 20. febrúar 2020.

    Fylgigögn

  4. Kynning á innleiðingu barnasáttmála skóla- og frístundasviðs út frá jafnræði barna óháð efnahag.
    Frestað.

  5. Lögð fram tillaga Flokks fólksins frá 10. október, um að bæta réttindi barna á Íslandi. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram til afgreiðslu styrkumsókn um upplýsinga aðgengisapp frá 12. desember. 
    Frestað.

    Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að afla frekari upplýsinga.

  7. Fram fer kynning á verkefninu Gróðurhúsið – afrakstur fyrsta sprettsins og næstu skref þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Gróðurhúsið er nýtt verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs þar sem haldnar eru vinnustofur um hvernig megi leysa áskoranir á mismunandi starfsstöðum út frá hugmyndafræði þjónustuhönnunar. Markmiðið er betri og aðgengilegri þjónusta á forsendum íbúans og skilvirkari og betri þjónustu- og vinnuferlar öllum til hagsbóta. Gróðurhúsið er skapandi lærdómsvettvangur þar sem starfsfólkið getur unnið að nýsköpun í sínum störfum þar sem farið er inn í verkefnin til að leysa vandamál þvert á málaflokka og byggja upp nýjar og betri aðferðir.

    Andri Geirsson, Valgerður Pétursdóttir og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:23

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_2301.pdf