Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2020, miðvikudaginn 15. janúar var haldinn sameiginlegur fundur, 12. fundur mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs og 28. fundur fjölmenningarráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst kl. 08.30. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Geir Finnsson, Örn Þórðarson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Rúnar Sigurjónsson, Sabine Leskopf, Nichole Leigh Mosty og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Fram fer setning á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs. Yfirskrift fundarins er: Menningarleg mósaík – Fjölbreytni og jafnræði í Reykjavík, Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynningin Fjölmenningaryfirlýsing Reykjavíkurborgar, Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynningin Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði – Jafnir möguleikar
innflytjenda til atvinnu hjá hinu opinbera, Claudie Ashonie Wilson, héraðsdómslögmaður og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, héraðsdómslögmaður.Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð og fjölmenningarráð leggja fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum fyrir kynninguna og munum vinna úr niðurstöðum og tillögum rannsóknarinnar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynningin Upplýsingagjöf og samskipti í nútímasamfélagi, Joanna Marcinkowska, sérfræðingur í málefnum innflytjenda frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar
-
Lögð fram tillaga fjölmenningarráðs um tilraunaverkefni um rafræna upplýsingagjöf.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um aðgerðir til að draga úr launamun eftir uppruna.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um umbætur í upplýsingagjöf og aðgengi að upplýsingum á öðrum tungumálum en íslensku á vef Reykjavíkurborgar.
SamþykktFylgigögn
-
Fram fara umræður og fyrirspurnir.
Fundi slitið klukkan 10:00
Dóra Björt Guðjónsdóttir Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1501.pdf