Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 11

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2020, fimmtudaginn 9. janúar var haldinn 11. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.13.15. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Geir Finnsson, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson, Þorkell Heiðarsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Þór Elís Pálsson. Einnig sátu fundinn Halldóra Gunnardóttir, Karen María Jónsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks í Reykjavík og fjölmenningarráðs frá 5. desember 2019, öldungaráðs frá 9. desember 2019 og ofbeldisvarnarnefndar frá 16. desember 2019. R19100341

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á íbúaráðum Reykjavíkurborgar.

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er mjög ánægjulegt að íbúðaráðin fari vel á stað. Þau voru sett á fót til að styrkja íbúalýðræðið í Reykjavík, opna ráðin fyrir íbúum borgarinnar og skapa sterkan vettvang til valdeflingar borgarbúa. Til þess að við náum fram þeim markmiðum sem lagt var af stað með þurfum við að nýta árið vel til útfæra nánar þær breytingar sem gerðar hafa verið, taka á óvissuatriðum og skýra betur tengingu þeirra inn í borgarkerfið.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar því að íbúaráðin sé öll komin til starfa og gerir sér mikilar væntingar um lýðræðislega árangur varðandi starfsemi þeirra. Flokkur fólksins leggur áherslu á varðandi starfsemi ráðanna og styrkveitingar þeirra sé haft í huga réttindi fatlaðra og eldri borgara. Bendum einnig á að tillit sé tekið til barna frá efnalitlum heimilum og þannig gætt jafnræðis á meðal íbúa.

    Heimir Snær Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á slembivali fulltrúa í íbúaráðum Reykjavíkurborgar. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðferðin að slembivelja fulltrúa í íbúaráð borgarinnar er spennandi lýðræðistilraun hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að ná til hópa sem myndu síður bjóða sig fram í pólitísku starfi. Þessi aðferð býr til tækifæri fyrir jaðarsetta hópa að hafa aukin völd og áhrif í sínu samfélagi. Virðist aðferðin hafa skilað þeim árangri og með því skapað fjölbreyttari íbúaráð sem ber að fagna.

    Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lagt fram bréf Innri endurskoðunar dags. 19. desember 2019, um eftirlit með rafrænum kosningum í Hverfið mitt 2019.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um heimilisofbeldi og aldraða dags. 28. nóvember 2019.

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum kynningu á afskaplega mikilvægri skýrslu, sem kemur vonandi til með að opna frekar umræðuna um aldraða og heimilisofbeldi. Ljóst er að upplýsingagjöf verði að batna til muna. Niðurstöður starfshópsins eru áhugaverðar og tökum við heilshugar undir þær tillögur sem fram koma í skýrslunni.

    Valgerður Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram fundardagatal mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs vor 2020.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um erindi Reykjavíkurakademíu dags. 5. desember um samstarf vegna málþings um jaðarsetta hópa.

    Ákveðið að Sigríður Arndís Jóhannsdóttir tekur sæti í undirbúningsnefnd um málþing um jaðarsetta hópa fyrir hönd ráðsins.

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins styður að farið verði í samstarf við Reykjavíkur Akademíuna varðandi málþing sem til stendur að halda 11. júní n.k. um skapandi og valdeflandi aðferðir í vinnu með jaðarsettum hópum í samfélaginu. Ljóst er að vinna í listum og ástundun þeirra getur hjálpað einstaklingum umtalsvert sem eiga um sárt að binda af ýmsum ástæðum. Það skiptir máli að slíkt málþing verði sótt af fólki sem bæði vinnur við listir og kennslu, sem og þekkja vel til umönnunar sem tengist vinnu af því tagi sem málþingið hyggst setja á dagskrá.  Þannig að það sé tryggt að upplýsingar um væntanlegt þing verð vel kynnt.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs þann 15. janúar 2020 með fjölmenningarráði.

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á húsnæðisúrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda í tengslum við skaðaminnkun.

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öll eigum við rétt á bestu mögulegu heilsu og öruggu heimili. Það að veita öllum húsaskjól svo enginn þurfi heimilislaus að vera hefur verið eitt af okkar stóru verkefnum á þessu kjörtímabili. Á árinu 2020 og á næstu árum er verið að setja um 6 milljarða í húsnæði fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar stuðningsþarfir. Skaðaminnkandi þjónusta með því fyrir sjónum að draga úr skaða á fordómalausan hátt, stuðla að bata, valdeflingu og sjálfsvirðingu er mikilvægt mannréttindamál.

    Sigríður Erla Arnardóttir og Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram til afgreiðslu styrkumsókn til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. desember 2019.
    Frestað.

  11. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um óhindrað aðgengi fatlaðs fólks um göngugötur í miðborginni:

    Flokkur fólksins vill nota tækifærið hér og minna Aðgengis- og samráðsefnd í málefnum fatlaðs fólks að nú hafa ný umferðarlög tekið gildi sb. 10. gr. 2019 nr.77 25. júní. Meðal nýmæla er undantekning frá akstursbanni um göngugötur sem felur í sér að bílar merktir með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra mega nú nýta sér göngugötur og mega jafnframt leggja þar í merkt stæði. Flokkur fólksins spyr hvort borgin sé ekki að öllu leyti að virða þessi lög nú þegar vika er liðin síðan þau tóku gildi og hvort til standi að opna lokaðar göngugötur fyrir þeim bílum sem hafa nú heimildarkvæði samkvæmt nýjum umferðarlögum?

  12. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 16. desember 2019:

    Tillögu Flokk fólksins um úrræði fyrir foreldra barna sem sýna árásargirni og ofbeldi var hafnað af Ofbeldisvarnarnefnd á fundi 16. desember 2019 á þeim forsendum að verið væri ,,að setja á fót stofnu um miðlæga þjónustu sem mætti þessari þörf‘‘. Spurt er hvernig staðan er á þeirri framkvæmd og hvenær búast viðkomandi aðilar að stofnunin taki til starfa?

Fundi slitið klukkan 16:11

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_0901.pdf