Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - Fundur nr. 10

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

Ár 2019, fimmtudaginn 12. desember var haldinn 10. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.10. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Örn Þórðarson, Skúli Helgason, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Geir Finnson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Guðrún Elsa Tryggvadóttir  og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks í Reykjavík frá 21. nóvember 2019. R19040081

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um styrki:

    Samþykkt að veita umsókninni  Unglingar gegn ofbeldi styrk að upphæð kr. 900.000

    Samþykkt að veita umsókninni Fundir og viðburðir í tengslum við Kynjajafnrétti 2020 styrk að upphæð kr. 800.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Hæ, Hó! Hjólað með hælisleitendum styrk að upphæð kr. 600.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Dagur í lífi styrk að upphæð kr. 500.000

    Samþykkt að veita umsókninni Rauðsokkahreyfingin á veraldarvefinn styrk að upphæð kr. 400.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Myndlistarnámskeið fyrir fullorðið fólk með fötlun styrk að upphæð kr. 599.040.

    Samþykkt að veita umsókninni Hennar rödd – Pallborðsumræður með konu af erlendum uppruna styrk að upphæð kr. 210.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Fræðslumyndbönd um samþykki, mörk og heilbrigt kynlíf styrk að upphæð kr. 700.000

    Samþykkt að veita umsókninni Lækkum þröskuldana styrk að upphæð kr. 700.000

    Samþykkt að veita umsókninni SUSS! í nóvember styrk að upphæð kr. 310.000

    Samþykkt að veita umsókninni Léttir styrk að upphæð kr. 250.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Klaki – stuðningur í íslensku sem öðru máli styrk að upphæð kr. 400.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Kvennaráðgjöfin styrk að upphæð kr. 500.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Fjölmenningarfræðsla fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi styrk að upphæð kr. 400.000.

    Samþykkt að veita umsókninni Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og fjöltyngd börn á Íslandi styrk að upphæð kr. 400.000.

    Styrkumsókn um aðgengis og upplýsinga app er frestað og öðrum styrkumsóknum er hafnað. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um styrkingu starfsemi Hinsegin félagsmiðstöðvar: 

    Lagt er til að fjölga fagmenntuðu starfsfólki á opnanir Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar til að styrkja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar árið 2020 vegna mikillar aukningar í aðsókn.

    Greinagerð fylgir tillögunni. R19120079

    Samþykkt.

    -    Kl. 14.20 tekur Óskar J. Sandholt sæti á fundinum. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar fagnar því að geta komið til móts við Hinsegin félagsmiðstöðina með viðbótarfjármagni. Aðsóknin hefur tvöfaldast á skömmum tíma og því er þörf fyrir meiri aðkomu faglegs starfsfólks. Mikilvægt er að bjóða hinsegin ungmennum upp á öruggan og uppbyggilegan samkomustað sem þennan, enda sýna rannsóknir að þau séu líklegri til upplifa meiri vanlíðan en önnur börn. Ráðið bindur vonir við að viðbótarfjármagnið komi að góðum notum fyrir starfið og hlakkar jafnframt til að fylgjast með því vaxa og dafna á komandi misserum.

    Hrefna Þórarinsdóttir, Andrea Marel Þorsteinsdóttir og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Kynning á íbúaráðum Reykjavíkurborgar. 

    Frestað. 

  5. Kynning á slembivali fulltrúa í íbúaráðum Reykjavíkurborgar. 

    Frestað.

  6. Fram fer kynning á niðurstöðum kosninga í verkefninu Hverfið mitt 2019. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:



    Ánægjulegt er að sjá að þátttaka í þátttökufjárhagsáætlanaverkefninu Hverfið mitt eykst frá ári til árs. Nú var þátttakan heil 12,5% meðal Reykvíkinga 15 ára og eldri. Hverfið mitt er mikil fyrirmynd á alþjóðavettvangi og sækja aðrar borgir innblástur til okkar við að auka sitt lýðræði. Um 700 framkvæmdir hafa orðið að veruleika í gegnum Hverfið mitt síðan 2012 og því er ljóst að um mikilvægt tækifæri er að ræða fyrir borgarbúa til að koma sínum góðu hugmyndum til framkvæmda.

    Guðbjörg Lára Másdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram áfangaskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs um rannsóknir og nýsköpunarstyrki dags. 25. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga að útfærslu um Gagnsjá Reykjavíkurborgar, sbr. samþykkt mannréttinda-, og lýðræðisráðs frá 11. apríl 2019:

    Lagt til að verkefnið um Gagnsjá Reykjavíkur verði falið verkefnastjóra sem ráðinn verði sérstaklega til verkefnisins. Verkefnastjórinn hafi það hlutverk að kortleggja og kostnaðarmeta verkefnið og á síðari stigum að fylgja eftir innleiðingu þess. Sökum eðli verkefnisins er lagt til að viðkomandi starfsmaður verði staðsettur á skrifstofu sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Greinagerð fylgir tillögunni. R19030273

    Samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu undir þessum lið. 

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er lagður grunnur að stórauknu gagnsæi í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og því ber að fagna. Markmiðið er að gefa betri innsýn í pólitískt og praktískt starf Reykjavíkurborgar til að gefa tækifæri til aukins aðhalds bæði af hendi fjölmiðla og almennings. Aðgengi að upplýsingum er forsenda þess að geta verið virkur lýðræðisborgari og er aukið gagnsæi því snar þáttur í því að efla lýðræði Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:36

Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
mnl_1212.pdf