Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
Ár 2019, fimmtudaginn 13. júní var haldinn 1. fundur mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.14.05. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Katrín Atladóttir, Daníel Örn Arnarsson, Skúli Helgason og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Óskar J. Sandholt, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefninu Hverfið mitt – Uppstillingu kjörseðils.
- Kl. 14.07 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.
Guðbjörg Lára Másdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram samþykkt um mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. maí s.l. þar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 7. maí s.l. að Ásgerður Jóna Flosadóttir taki sæti í mannréttinda- og lýðræðisráði í stað Þórs Elís Pálssonar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram breytingar á samþykktum um Hverfissjóði Reykjavíkurborgar
Samþykkt.Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð felur mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að fara yfir umsóknir og úthluta úr sjóðnum í takt við nýjar reglur þangað til að íbúaráðin taka við verkefninu.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í reglum um úthlutun Hverfissjóðsins segir: Sjóðnum skal skipt á milli hverfa til úthlutunar. Skipting fjármagns milli hverfa verði á þann hátt að helmingi fjármagnsins verði skipt jafnt milli hverfa og helmingi í samræmi við íbúafjölda. Skipting á milli hverfa fyrir árið 2019 er eftirfarandi, en tekið er mið af íbúafjölda í lok árs 2018: Fulltrúi Flokks fólksins er ekki sammála að úthluta helmingi fjármagns jafnt á öll hverfin í Reykjavík en og afgangur fjársins skiptist á hverfin eftir íbúafjölda. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að öll heildarfjárhæð sjóðsins á hverju ári verði skipt eftir íbúafjölda hvers hverfis. Íbúar Breiðholts fá 128 kr á hvern íbúa árið 2019 á meðan íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur fá 143 kr á hvern einstakling sem í hverfinu býr. Munar hér um rúmar 312.000 króna fyrir árið 2019 sem munar um í jafn fjölmennu hverfi og Breiðholtið er.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. maí s.l, þar sem svohljóðandi tillögu, er vísað til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs sbr. 3. lið fundargerðar borgarstjórnar og fjölmenningarráðs frá 30. apríl 2019:
Lagt er til tilraunaverkefni sem snýr að rafrænni upplýsingagjöf fyrir innflytjendur með vefspjalli eða rafrænni gátt sem svarar fyrirspurnum á öðrum tungumálum en íslensku innan skamms tíma.
Greinagerð fylgir tillögunni. R19050087
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í samvinnu við svið þjónustu- og nýsköpunar er falið að vinna að nánari útfærslu tillögunnar með kostnaðargreiningu sem væri lögð fyrir ráðið haustið 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. maí s.l, þar sem svohljóðandi tillögu, er vísað til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs sbr. 6. lið fundargerðar borgarstjórnar og fjölmenningarráðs frá 30. apríl 2019.
Lagt er til að Reykjavíkurborg fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda í þeim tilgangi að stuðla að þróun samfélags þar sem allir samfélagsþegnar fái að lifa með reisn, í sátt og samlyndi. Átakið gæti snúið fyrst að vinnustöðum Reykjavíkurborgar og svo að samfélaginu í heild sinni með það að markmiði að auka vitund um fjölbreytni samfélagsins, hvetja til jákvæðara orðfæris og raungera hin auknu gæði og tækifæri sem fjölbreytileiki felur í sér. Ekki síst er mikilvægt að efla faglega þekkingu starfsfólks Reykjavíkurborgar á menningarnæmi og –færni.
Greinagerð fylgir tillögunni. R19050087Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í samvinnu við svið þjónustu- og nýsköpunar og svið mannauðs- og starfsumhverfis, er falið að vinna að nánari útfærslu tillögunnar með kostnaðargreiningu sem væri lögð fyrir ráðið haustið 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Jafnréttisstofu dags., 29. maí 2019 um skil Reykjavíkurborgar á aðgerðaráætlun um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna samkvæmt lögum nr. 10/2008.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf starfshóps um endurskipulagningu lýðræðisverkefna, dags. 12. júní s.l. um stöðu verkefna og ósk um frest á að skila niðurstöðum til 15. september 2019.
SamþykktFylgigögn
-
Lagt fram bréf starfshóps um endurskoðun styrkja, dags. 11. júní s.l. um stöðu verkefna og ósk um frest á að skila niðurstöðum til 15. september 2019.
SamþykktFylgigögn
-
Lagðar fram greinagerðir vegna styrkja mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs.
-
Lagðar fram fundargerðir fjölmenningarráðs 10. maí, ofbeldisvarnarnefndar 3. maí og aðgengis og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks 16. maí 2019. R19040081
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tillögu til þingsályktunar um ráðgjafarstofu innflytjenda – 19. mál.
Mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráð fagnar samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu um stofnun ráðgjafastofu innflytjenda þann 3. júní s.l.
Með þingsályktunartillögunni er lagt til að komið verði á fót miðlægri upplýsingastofu þar sem innflytjendur geti sótt allar upplýsingar um þjónustu, réttindi og skyldur. Niðurstöður fjölmenningaþinga frá árunum 2010-2012-2014 og 2017 sýna að mikil þörf er á slíkri þjónustu, þvert á stofnanir ríkis- og sveitarfélaga. Mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráð telur að hraða verði undirbúningi að opnun slíkrar ráðgjafastofu eins og kostur er. Bent er á að starfsfólk mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar býr að víðtækri reynslu af vinnu með þessum hópi fólks og er tilbúið að miðla þekkingu sinni við undirbúning að slíkri ráðgjöf.Barbara Jean Kristvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á úttekt á aðgengi erlendra íbúa að umsóknum á vef Reykjavíkurborgar samkvæmt aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda.
Marcin Pawelec tekur sæti á fundinum undir þessum lið. -
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs, um þýðingar og aðgengi að upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar:
Lagt er til að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í samstarfi við svið þjónustu og nýsköpunar verði falið að móta tillögur og setja upp forgangsröðun á því efni á vef Reykjavíkurborgar sem nauðsynlegt er að þýða á erlend tungumál til þess að auka og auðvelda aðgengi að þjónustu Reykjavíkurborgar. Áfangaskipting verði hluti af forgangsröðun verkefna. Einnig að mótaðar verði tillögur að því hvaða kjarnaefni þurfi að vera á erlendum vef borgarinnar. Sérstök áhersla verði lögð á að auka og tryggja aðgengi að umsóknum um grunnþjónustu borgarinnar. Óskað er eftir að kostnaðargreining fylgi tillögunni.
Greinagerð fylgir tillögunni.
SamþykktFylgigögn
-
Fram fer umræða um Lýðræðis- og samráðstefnu Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lögð fram afgreiðsla vegna Hvatningarverðlauna mannréttinda- og lýðræðisráðs 2019, var samþykkt á fundi ráðsins þann 9. maí s.l. að veita Réttindaráði Hagaskóla Hvatningaverðlaun ráðsins. Trúnaður ríkti um verðlaunahafa sem nú er aflétt í kjölfar afhendingar verðlaunanna sem fram fór 16. maí s.l.
Fylgigögn
-
Lögð fram afgreiðsla vegna Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019, var samþykkt á fundi ráðsins þann 9. maí s.l. að veita Móðurmál – Samtök um tvítyngi, Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2019. Trúnaður ríkti um verðlaunahafa sem nú er aflétt í kjölfar afhendingar verðlaunanna sem fram fór 16. maí s.l.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa Flokks fólksins:
Óskað er eftir að fá niðurstöður frá opnum fundi mannréttinda- og lýðræðisráðs- Orð sem valdatæki - Um mörk hatursorðræðu, tjáningarfrelsis og meiðyrða, sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur 16. maí 2019.
Fundi slitið klukkan 16:50
Dóra Björt Guðjónsdóttir Skúli Helgason