Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2004. Miðvikudaginn 15. desember var haldinn 356. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.12:00.Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson, Kjartan Magnússon, og Reynir Ragnarsson. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar. Gerð var ein athugasemd við lið 21. í fundargerðinni.

2. Lagt fram bréf Skíðadeilda ÍR og Víkings dags. 14. nóv. sl. varðandi Hengilssvæðið og Bláfjöll.
Jafnframt lagt fram bréf viðræðunefndar ráðsins sem skipuð var á 352. fundi vegna málsins, dags. 15. desember sl. varðandi Hengilssvæðið.
Vísað til viðræðurnefndar ráðsins vegna málsins.

3. Lagt fram að nýju bréf íþróttafulltrúa dags. 24. nóvember sl. vegna sundæfinga í nýrri sundlaug í Laugardal.
Jafnframt lagt fram minnisblað íþróttafulltrúa dags. 9. des. vegna sundæfinga.

4. Lagt fram bréf Kayakkklúbbsins vegna æfinga í Laugardalslaug.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og forstöðumanns Laugardalslaugar.

5. Lögð fram þarfagreining ÍR dags. í okt. 2004 og 8. des. sl. um íþróttaaðstöðu í Suður-Mjódd.

6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 25. nóvember sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa sjálfstæðisflokksins sbr. 355. fund ÍTR lið 17 um fjárveitingar til uppbyggingar á íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd.

7. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 25. nóvember sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa sjálfstæðisflokksins sbr. 355. fund ÍTR 18. lið um fjárveitingar til uppbyggingar gervigrasvalla hjá ÍR, Víkingi og Fjölni.

8. Lagt fram bréf KR, Fylkis og Fram vegna fyrirspurnar fulltrúa sjálfstæðisflokksins sbr. 355. fund ÍTR 19. lið um rekstur gervigrasvalla.

9. Lagt fram bréf stjórnar ÍBR dags. 29. nóv. sl. varðandi rekstur gervigrasvalla.

10. Lagt fram yfirlit framkvæmdastjóra ÍTR dags. 7. des. sl. um staðsetningar nýrra battavalla.

11. Lögð fram að nýju svofelld tillaga sjálfstæðismanna sbr. 355. fund ÍTR lið 16 varðandi fjárveitingar til íþróttafélaga:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005 verði veittir fjármunir til að standa straum af viðbótargreiðslum til íþróttafélaga vegna framkvæmda við íþróttamannvirki sem byggð voru á síðastliðnum áratug samkvæmt svonefndri 80#PR - 20#PR reglu. Slíkt uppgjör er í samræmi við tillögu sjálfstæðismanna sem samþykkt var á fundi ÍTR 2. júní sl. Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi vegna þessa máls. Viðkomandi íþróttafélög hafa óskað eftir því að umrætt uppgjör verði forgangsmál en ljóst er að byggingakostnaður umfram áætlanir hefur reynst þeim þungur baggi og sligar sum þeirra svo mjög að þau eiga erfitt með að halda úti eðlilegri starfsemi.
Tillagan felld með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihluta.

Bókun vegna tillögu sjálfstæðismanna um fjárveitingar til íþróttafélaga sem lögð var fram á 355. fundi ÍTR:
Allt frá árinu 2003 hafa formaður og framkvæmdastjóri ÍTR átt í viðræðum við fjögur íþróttafélög í borginni vegna kröfu þeirra um leiðréttingu á framlagi þeirra þegar svokölluð 80#PR-20#PR regla var viðhöfð vegna byggingar íþróttamannvirkja.
Ljóst var að nauðsynlegt væri að kanna þann kostnaðarauka sem félögin töldu sig hafa orðið fyrir af til þess bærum aðilum utan íþróttafélaganna. Var forstöðumanni Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar falið að skoða ársreikninga félagana með það að leiðarljósi að fá niðustöðu í þetta mál. Á fundi ráðsins þann 2. júní s.l. var lagt fram bréf Innri endurskoðunar um framkvæmdakostnað félaganna frá 6.maí. Jafnframt var lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍBR dags. 1. júní til íþrótta- og tómstundaráðs vegna framkvæmdastyrkja til íþróttafélaga.
Við stefnumótunarvinnu ÍTR hefur þetta mál verið til skoðunar ásamt fjárhagsstöðu annarra íþróttafélaga í borginni sem snúa m.a. að framkvæmdum á svæðum og fleiru. Í byrjun ársins 2005 verður kynnt með hvaða hætti ÍTR mun koma að málum þessara félaga um leið og aðrar tillögur vegna stefnumótunarvinnu verða kynntar.
Því er tillögu sjálfstæðismanna vísað inn á stefnumótunarvinnuna.
Samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta. Fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá.

12. Lagt fram að nýju bréf borgarráðs dags. 29. okt. sl. þar sem óskað er eftir umsögn ráðsins vegna málsmeðferðarreglna um vínveitingaleyfi.
Jafnframt lagðir fram að nýju minnispunktar formanns íþrótta- og tómstundaráðs vegna málsins.
Samþykkt að vísa minnispunktunum til skrifstofustjóra borgarstjórnar.

13. Lagt fram bréf fræðslustjóra Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 22. nóv. sl. vegna Morgnon- mælsku- og rökræðukeppni.

14. Lagt fram bréf ÍBR dags. 26. nóv. sl. varðandi kvennahlaup ÍSÍ.
Samþykkt að vísa erindinu til menningar- og ferðamálanefndar og óska eftir viðræðum og viðhorfi borgaryfirvalda og ÍBR um málið.

15. Lagt fram bréf Menntamálaráðuneytsins dags. 29. nóv. sl. varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Laugardalsvelli.

16. Lagt fram bréf skipulags- og bygginganefndar dags. 9. des. sl. þar sem vísað er til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis við Rauðavatn.
Frestað.

17. Lagt fram að nýju yfirlit um styrkumsóknir.

18. Rætt um fundartíma ráðsins á næsta ári og breytingar á samþykkt ráðsins ásamt breytingum á stjórnkerfi borgarinnar.

19. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir vinnu í borgarkerfinu vegna stjórnkerfisbreytinga.

20. Lagt fram bréf ættingja Páls Erlingssonar frumkvöðuls dags. 14. desember sl. varðandi minnisvarða um hann.
Vísað til íþróttafulltrúa.

19. Lagt fram afrit af bréfi ÍBR dags. 26. nóv. sl. til íþróttafélaga í borginni vegna úthlutunar úr Afreks- og styrktarsjóði.

20. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. í dag vegna breytinga á störfum starfsmanna hjá ÍTR.

Fundi slitið kl. 14:00

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Kjartan Magnússon Benedikt Geirsson