No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2002. Föstudaginn 5. apríl var haldinn 303. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Snorri Hjaltason og Reynir Ragnarsson. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðarfram-kvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 4. apríl sl. varðandi embættisfærslur sem borist hafa skrifstofu ÍTR.
2. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. mars sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögum frá fundi borgarfulltrúa og fulltrúum ungmennaráðs Reykjavíkur 14. mars sl. Vísað til æskulýðsfulltrúa.
3. Lagt fram minnisblað frá Taflfélaginu Helli dags. 23. mars sl. vegna húsaleigumála. Vísað til framkvæmdastjóra.
4. Lögð fram beiðni Skátasambands Reykjavíkur dags. 21. mars sl. þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af Laugaralshöll 2. nóvember n.k. vegna 90 ára afmælis skátastarfs. Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra og forstöðumanns Laugardalshallar.
Kl. 12:20 mætti Kjartan Magnússon á fundinn.
5. Lagt fram bréf sunddeildar Fjölnis dags. 10. jan. sl. með ósk um styrk vegna laugarleigu á sumarnámskeiðum félagsins árið 2001. Erindið hlýtur ekki stuðning. Snorri Hjaltason vék af fundi undir þessum lið.
6. Lagt fram bréf Kayak klúbbs Reykjavíkur dags. 18. mars sl. varðandi aðstöðumál félagsins. Vísað til umsagnar aðstoðarframkvæmdastjóra og til borgarskipulags.
7. Lögð fram að nýju endurskoðuð stefna ÍTR í málefnum fólks af ólíkum uppruna.
8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 4. apríl sl. vegna málefna Knattspyrnufélagsins Fram við Safamýri. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 4. apríl sl. vegna styrkbeiðna íþróttafélaga vegna framkvæmda.
10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 4. apríl sl. vegna erindis Knattspyrnufélagsins Þróttar frá fundi ÍTR 7. mars sl. Vísað til framkvæmdastjóra.
11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍBR dags. 4. apríl sl. varðandi áheyrnarfulltrúa á fundi ÍBR. Samþykkt að framkvæmdastjóri ÍTR verði áheyrnarfulltrúi.
12. Lagt fram bréf forstöðumanns skíðasvæða dags. 3. apríl sl. varðandi samþykkt Bláfjallanefndar um samrekstur skíðasvæða.
13. Lagt fram bréf KFUM og KFUK dags. 24. mars sl. vegna úthlutunar styrkja.
Fundi slitið kl. 13:05
Steinunn V. Óskarsdóttir
Ingvar Sverrisson Sigrún Elsa Smáradóttir
Snorri Hjaltason Kjartan Magnússon