No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 1. febrúar var haldinn 178. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 11.15. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson, Gísli Árni Eggertsson, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 17. jan. sl. vegna keiludeilda.
2. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. jan. sl. þar sem fram kemur að skipaður verði starfshópur um undirbúning hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við Sundhöllina.
3. Lagt fram að nýju bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. nóv. sl. vegna aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Á fundinn kom Haraldur Sigurðsson og kynnti vistvænni samgöngur og bíla- og hjólastæðastefnu.
4. Lögð fram skýrsla Vinnumiðlunar ungs fólks um sumarstörf 2012.
Á fundinn kom Gerður Dýrfjörð og svaraði fyrirspurnum vegna sumarstarfsins.
5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 29. jan. sl. vegna afgreiðslu styrkja.
Samþykkt samhljóða.
6. Lagt fram afrit af bréf framkvæmdastjóra ÍTR og skrifstofustjóra dags. 25. jan. sl. vegna skýrslu um sundlaugar - framtíðarsýn til 20 ára.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs dags. 23. janúar sl. þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið tillaga í skóla- og frístundaráði um að skipaður verði starfshópur SFS og ÍTR sem móti tillögur um möguleika Nauthólsvíkur í skóla- og frístundastarfi. Íþrótta- og tómstundaráð tók jákvætt í tillöguna.
8. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í byrjun janúar 2012 var skipaður starfshópur á vegum íþrótta- og tómstundaráðs og skóla- og frístundaráðs til að meta hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi stærri íþróttahúsa við grunnskóla. Kveðið var á um að niðurstöður hópsins yrðu lagðar fyrir ráðin eigi síðar en 1. marz 2012. Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 24. ágúst sl. gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemdir við að starfshópurinn hefði aldrei komið saman og óskuðu eftir að úr því yrði bætt sem fyrst. Á þeim fundi lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins jafnframt til að hafnar yrðu viðræður um að Íþróttafélag Reykjavíkur tæki að sér rekstur íþróttahúss Breiðholtsskóla og Knattspyrnufélag Reykjavíkur tæki að sér rekstur íþróttahúss Hagaskóla. Þeim tillögum var vísað í umræddan starfshóp en hann hefur hins vegar ekki enn komið saman. Slæleg verkstjórn borgarstjórnarmeirihluta Besta flokksins og Samfylkingar í málinu hefur því orðið til þess að ekki tókst að breyta rekstrarfyrirkomulagi umræddra íþróttahúsa haustið 2012, sem þó hefði verið æskilegt, og hefur þessi töf bitnað á íþróttastarfi áðurnefndra félaga í Breiðholti og Vesturbænum. Þar sem starfshópurinn hefur ekki enn verið kallaður saman óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að áðurnefndar tillögur verði lagðar fram til afgreiðslu á næsta fundi íþrótta- og tómstundaráðs með það að markmiði að haustið 2013 taki KR að sér rekstur íþróttahúss Hagaskóla og ÍR taki að sér rekstur íþróttahúss Breiðholtsskóla.
Fundi slitið kl. 13.00
Eva Einarsdóttir
Dilja Ámundadóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Björn Gíslason
Marta Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon