Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 16. september var haldinn 250. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Arnarholti og hófst kl. 11.50.

Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Tomasz Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Magnússon. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi um lengri opnunartíma á sundstöðum í sumar.

2. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 6. sept. sl. vegna fimleikadeildar félagsins.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.  Lögð fram skýrsla um Laugardalsvöll.

- Kl. 11.55 tóku Trausti Harðarson og Eva Einarsdóttir sæti á fundinn.

4. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Þróttar ódags. vegna inniaðstöðu félagsins og  Laugardalshallar.

Lögð fram svohljóðandi tillaga íþrótta- og tómstundaráðs:

Íþrótta- og tómstundaráð felur sviðsstjóra ÍTR að setja af stað vinnuhóp með fulltrúum frá ÍTR, ÍBR, Knattspyrnufélaginu Þrótti, framkvæmdastjóra Laugardalshallar og formanni hverfisráðs Laugardals til að fara yfir erindi Þróttar frá 6. sept. sl. og ÍBR frá 23. mars sl.

Samþykkt.

5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Lagt er til að málaflokkurinn, ábyrgð, uppbygging,viðhald og umsjón íþróttavalla á skólalóðum grunnskóla í Reykjavík verði færður ásamt fjármagni til viðhalds og uppbygginga til ÍTR. Hér er átt við battavelli/knattspyrnuvelli, körfuboltavelli, handboltavelli og annað sem telst til íþróttavalla á grunnskólalóðum innan Reykjavíkur. Innan borgarkerfisins virðist þessir skólaíþróttavellir verða utangátta er kemur að ábyrgð og reglulegu viðhaldi/utanumhaldi og því nauðsynlegt að málaflokkurinn sé færður til þess sviðs innan borgarkerfisins sem hefur yfirábyrgð íþróttamannvirkja innan Reykjavíkurborgar.

Samþykkt að fela sviðsstjóra að taka upp viðræður við SFS og USK vegna málsins og skila inn greinargerð til ráðsins.

Fulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina leggja fram eftirfarandi bókun:

Vel lengi var varið 300 milljón krónum í viðhald á skólalóðum borgarinnar, það var skorið niður um helming árið 2015 þ.e. í 150 milljónir og er áætlað að skera fé til viðhald skólalóða niður í 100 milljónir árið 2017. Það er því öllum ljóst að allt viðhald á skólalóðum borgarinnar er skorið inn að beini og aðeins lagað það sem skaðlegt er orðið. Lausnir hafa verið innan borgarkerfisins að fjarlægja bara viðkomandi leiktæki ef þau eru búin en ekki að sinna viðhaldi né setja ný leiktæki í staðin. Því er ljóst að battavellir og aðrir boltavellir fái síðast athygli, forgang eða fé til viðhalds nú og á næstunni nema brugðist verði við.

Rúnar Gunnarsson, Jón Valgeir Björnsson og Daníel Benediktssyni taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram skýrsla starfshóps um samfelldan dag barna 6-16 ára.

- Kl. 12.40 víkur Kjartan Magnússon af fundi.

7. Lögð fram skýrsla um skíðabrekkur í hverfum.

Frestað.

Hafsteinn Grétarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina:

Lagt er til að næsti eða þar næsti fundur íþrótta-og tómstundaráðs verði með heimsókn til KR, Knattspyrnufélags Reykjavíkur og fengin verði kynning á starfssemi þeirra af stjórnarformanni, stjórn og framkvæmdastjóra félagsins.

Samþykkt að fela sviðsstjóra að koma með tillögu að heimsóknum til félaga.

Fundi slitið kl. 13.00.

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek

Dóra Magnúsdóttir Marta Guðjónsdóttir

Kjartan Magnússon Trausti Harðarson