No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 22. mars var haldinn 182. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Lykkju 3. hæð og hófst kl. 13.00. Mættir: Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kristín Margrét Blöndal, Rúna Malmquist og Björn Gíslason.
Jafnframt: Hermann Valsson, Ingvar Sverrisson, Steinþór Einarsson, Gísli Árni Eggertsson, Ómar Einarsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 8. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn um brú yfir Fossvogsdal.
Frestað.
Kl. 13.10 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
2. Rætt um líkamsræktarstöð á lóð Breiðholtslaugar. Jafnframt lögð fram forvalsgögn til kynningar.
Íþrótta- og tómstundaráð bókaði eftirfarandi:
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar því að máli líkamsræktarstöðvar í Breiðholti sé komið í farsælan farveg og leggur áherslu á að það verði unnið hratt og örugglega. Þetta samræmist áherslum íþrótta- og tómstundaráðs á uppbyggingu og aðgengi að allskonar þjónustu og líflegt umhverfi í Breiðholti.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. mars sl. vegna ályktunar Nemendafélags FB um ungmennahús í Breiðholti.
Frestað.
4. Lögð fram drög að starfsáætlun Breiðholtsverkefnis, sem er tilraunaverkefni til þriggja ára.
5. Lögð fram drög að starfsáætlun ÍTR 2013.
6. Betri Reykjavík - #GLAlvöru nuddpott í Laugardalslaug#GL.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna og vill taka fram eftirfarandi:
Fyrir ári síðan var nudd í einum hringpotti í Laugardalslauginni. Á síðasta ári var sá pottur lagfærður og að auki var sett mjög kröftugt nudd í annan hringpott. Gestir laugarinnar hafa tekið þessum nýjungum ákaflega vel.
7. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 8. mars sl. vegna fjárhagsáætlunar.
8. Rætt um fjárhagsáætlun 2014, áherslur og forgangsröðun.
Kl. 14.30 vék Rúna Malmquist af fundi.
Fundi slitið kl.14.
50.
Eva Baldursdóttir
Diljá Ámundadóttir Margrét Kristín Blöndal
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Björn Gíslason