No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 15. ágúst var haldinn 209. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Hofi 7. hæð og hófst hann kl. 12:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Tomasz Chrapek, Trausti Harðarson og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Benóný Harðarson varamaður fyrir Hermann Valsson VG, Ingvar Sverrisson ÍBR Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreason fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Rætt um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar hjá Reykjavíkurborg. Á fundinn komu Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri og Herdís Sólborg Haraldsdóttir frá Fjármálaskrifstofu og kynntu verkefnið.
Kl. 12:10 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
2. Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2015.
3. Lagt fram bréf ÍR dags. 25. júlí sl. vegna skipulagsmála á svæði félagsins í S-Mjódd.
4. Rætt um aðstöðumál lyftinga og bardagaíþrótta hjá Ármanni.
5. Lagt fram bréf Tennisráðs Reykjavíkur dags. 18. júlí sl. með ósk um styrk til útbreiðslu tennisíþróttarinnar.
Erindið hlýtur ekki stuðning.
6. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík – Ósk um svæði fyrir mýrarbolta dags. 3. júlí sl.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fram komna hugmynd um aðstöðu fyrir mýrarbolta.
Hugmyndinni er vísað til skoðunar hjá USK og ÍTR.
7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík – Æfingasvæði fyrir bogfimi dags. 5. ágúst sl.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fram komna hugmynd um æfingasvæði fyrir bogfimi og vísar hugmyndinni til skoðunar hjá USK og ÍTR.
8. Rætt um aðstöðumál Brettafélags Reykjavíkur. Á fundinn kom Sigurður Júlíus Bjarnason frá félaginu og kynnti starfsemina og aðstöðumál.
9. Lögð fram skýrsla um Reykjavíkurmaraþon 2013.
10. Lögð fram dagskrá Vinabæjarráðstefnu í Århus í september. Samþykkt að Þórgnýr Thoroddsen og Marta Guðjónsdóttir verði fulltrúar ráðsins á ráðstefnunni.
Samþykkt að fulltrúar ÍTR sem fara á ráðstefnuna haldi kynningu á fyrsta fundi eftir ferðina.
11. Lögð fram áætlun um fundi ráðsins 2014.
12. Ákveðið að starfsdagur ráðsins verður 5. september.
Fundi slitið kl. 14:00
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir
Tomasz Chrapek Trausti Harðarson
Marta Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon