No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 12. apríl var haldinn 183. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Hofi 7. hæð og hófst kl. 10.15. Mættir:
Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Björn Gíslason.
Jafnframt: Frímann Ari Ferdinandsson, Steinþór Einarsson, Gísli Árni Eggertsson, Ómar Einarsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 8. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn um brú yfir Fossvogsdal. Á fundinn kom Ólafur Bjarnason samgöngustjóri frá USK kynnti verkefnið.
Frestað.
2. Lagt fram bréf skóla- og frístundaráðs dags. 12. mars sl. vegna umhverfisdags skóla og íþróttafélaga.
Vísað til ÍBR til skoðunar.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. mars sl. vegna tilfærslu fjárheimilda innan fjárhagsáætlunar 2013 varðandi Skáksambandið.
Vísað til fjármálastjóra ÍTR.
4. Lagt fram yfirlit um styrkumsóknir til íþrótta- og tómstundaráðs, tvær umsóknir sem var vísað til íþrótta- og tómstundaráðs frá borgarráði.
Umsóknunum er hafnað.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. mars sl. með ósk um umsögn um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar.
Frestað.
6. Lögð fram að nýju drög að starfsáætlun ÍTR 2013.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
7. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. mars sl. með ósk um umsögn um tillögu Nemendafélags FB um ungmennahús í Breiðholti.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi umsögn:
Með stuðningi ÍTR hefur undanfarin misseri verið unnið að reynsluverkefnum á vegum frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar fyrir ungmenni. Einnig hefur verið að störfum stefnumótunarhópur á vegum borgarráðs og starfshópur á vegum skóla- og frístundasviðs vegna málefna aldurshópsins. Í Breiðholti er í gangi sérstakt þróunarverkefni þar sem málefni ungmenna eru í brennidepli.
Þess er vænst að á grundvelli þessarar vinnu innan borgarinnar muni innan skamms liggja fyrir heilstæðar tillögur og stefnumótun um málefni ungmenna.
8. Lögð fram umsókn Arnars Þórs Þorsteinsson dags. 18. mars sl. með ósk um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við anddyri Árbæjarlaugar.
Erindinu er hafnað.
9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 8. apríl sl. vegna viðhaldsóska íþrótta- og æskulýðsfélaga.
Vísað til meðferðar USK og ÍTR.
kl. 11:05 kom Hermann Valsson á fundinn.
10. Staðsetning á boltagerðum. Á fundinn kom Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri frá USK og kynnti staðsetningu á boltagerðum á skólalóðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja lagningu battavalla við Engjaskóla og Fossvogsskóla en telja að hinn síðarnefndi eigi að vera upphitaður eins og aðrir slíkir vellir á skólalóðum í borginni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu og vonbrigðum með að ekki sé fyrirhugað að leggja battavöll í Vesturbænum á árinu 2013 þrátt fyrir ítrekaðar tillögur Sjálfstæðisflokksins þar að lútandi. Enn einu sinni skal minnt á að Vesturbærinn er nú eina hverfi borgarinnar þar sem enginn battavöllur er á skólalóð og því er löngu orðið tímabært að bætt sé úr því. Í nokkrum hverfum eru nú komnir battavellir á allar skólalóðir og önnur hverfi eru langt komin. Fyrri meirihluti hafði, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, lagt drög að því að bætt yrði úr slíkum skorti á battavöllum í Vesturbænum á árinu 2010 en eftir að nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við, var horfið frá þeim fyrirætlunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á borgarstjórnarmeirihlutann að að taka tillit til löngu samþykktrar forgangsröðunar vegna staðsetningar battavalla og sjá til þess að slíkur völlur verði lagður í þágu barna og ungmenna í Vesturbænum á árinu 2013.
Þá er gerð athugasemd við framlagðar teikningar af battavelli á lóð Melaskóla. Við lýsum yfir furðu okkar með að á teikningunni skuli einungis gert ráð fyrir battavelli af minni gerðinni (13x23 metrar) en ekki af fullri stærð (18x33 metrar) eins og er við flesta skóla. Melaskóli er fimmti fjölmennasti grunnskóli borgarinnar og skólalóð hans ber með sóma battavöll í fullri stærð. Þá er lega fyrirhugaðs vallar í ósamræmi við aðra velli á lóðinni og verður ekki betur séð en færanlegar kennslustofur á lóðinni ráði legunni.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar:
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar fagna því að nú hafi verið samþykkt í USK að hafin skuli deiliskiplagsvinna vegna boltagerðis við Melaskóla. Lengi hefur verið beðið eftir slíku gerði í Vesturbæ og er þetta því gleðiefni. Þar sem tómstundatilboð eru færri fyrir börn og ungmenni norðan Hringbrautar hefði besta niðurstaðan verið sú að hægt hefði verið að setja gerði við Vesturbæjarskóla sem verður vonandi gert sem fyrst.
Fulltrúar Besta Flokksins og Samfylkingarinnar telja fagnaðarefni að nú séu komin boltagerði við nánast hvern grunnskóla borgarinnar og styttist í að það verði við alla skóla það sem því verði við komið. Áfram allskonar fyrir alla!
kl. 11.15 kom Jarþrúður Ásmundsdóttir varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur á fundinn.
11. Lagt fram bréf ÍBR dags. 20. mars sl. vegna aðstöðu skíðaíþróttarinnar.
Vísað til stjórnar skíðasvæðanna og SSH.
12. Lagðar fram til kynningar nýjar verklagsreglur um ferðalög á vegum borgarinnar.
13. Lagt fram rekstraruppgjör ÍTR mars 2012.
Fjármálastjóri ÍTR sat fundinn undir þessum lið og kynnti uppgjörið ásamt framkvæmdastjóra.
kl. 12.05 vék Gísli Árni Eggertsson af fundi.
kl. 12.15 vék Jarþrúður Ásmundsdóttir af fundi.
14. Rætt um auglýsingamál í sundlaugum.
kl. 12.25 vék Hermann Valsson af fundi.
15. Lögð fram drög að jafnréttisstefnu hjá íþróttafélögum.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR.
kl. 12.30 véku Eva Baldursdóttir og Frímann Ari Ferdinardsson af fundi.
16. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins:
Í sumar er fyrirhugað að leggja viðargólf í íþróttahúsið við Austurberg. Er fyrirhugað að skipta um áhorfendabekki í húsinu á sama tíma? Ef ekki, verður þá gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að gömlu áhorfendabekkirnir valdi tjóni á hinu nýja gólfi?
Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu svaraði fyrirspurninni á fundinum.
17. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að taka upp formlegar viðræður við Ungmennafélagið Fjölni vegna aðstöðuvanda félagsins. Í þeim viðræðum verði metnir tiltækir kostir til að bæta aðstöðu fyrir þær greinar félagsins, sem glíma við aðstöðuskort; t.d. fimleika, handknattleik, körfuknattleik, sund og tennis. M.a. verði metnar hugmyndir um viðbyggingu við Egilshöll og samstarf við ríkisvaldið um byggingu íþróttahúss fyrir Borgarholtsskóla. Þá verði skoðað hvort unnt sé að bæta frekar nýtingu skólaíþróttahúsa í hverfinu til hagsbóta fyrir Fjölni.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.40.
Eva Einarsdóttir
Diljá Ámundadóttir Bjarni Þór Sigurðsson
Kjartan Magnússon Björn Gíslason