Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 11. maí, haldinn 282. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Tindstöðum Borgartúni 14 og hófst kl. 12:20. Mætt voru Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Tomazs Chrapek, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Hermann Valsson. Jafnframt sátu fundinn: Freyja Dögg Skjaldberg áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Ingvar Sverrisson ÍBR, Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi og Ómar Einarsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. feb. 2018, þar sem tillögu Freyju Daggar Skjaldberg er vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 27. feb. sl. um aðgengi ungmenna að líkamsrækt og hreyfingu.  

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar hjá íþrótta- og íþrótta- og tómstundasviði, skóla- og frístundasviði og íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Freyja Dögg Skjaldberg fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna kynnti tillöguna.

2.    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hönnun og rekstur tennishúss, sbr. 3. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. apríl 2018.

Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.

3.    Lagt fram bréf íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 9. maí 2018, vegna tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hönnun og rekstur tennishúss, sbr. 3. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. apríl 2018.

-    Kl. 13:00 víkur Ingvar Sverrisson af fundinum.

4.    Lagt fram svar íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 9. maí 2018, vegna fyrirspurnar fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um tölfræði frá tennisiðkenda hjá hverfisíþróttafélögum Reykjavíkurborgar, sbr. 4. fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. apríl 2018.

5.    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi óháða úttektá loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar, sbr. 15. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. apríl 2018. Einnig er lagt fram afrit af bréfi Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ til HER dags. 7. maí sl. 

Logi Sigurfinnsson forstöðumaður Laugardalslaugar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gjaldheimtu á sumrin í búningsaðstöðu ylstrandarinnar í Nauthólsvík, sbr. 16. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. apríl 2018.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar hjá íþrótta- og tómstundasviði við gerð fjárhagsáætlunar.

7.    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna um bættar almenningssamgöngur að Gufunesbæ, sbr. 17. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. apríl 2018.

Tillagan er dregin til baka.

8.    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fuglahús í Fjölskyldugarði sbr. 1. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. janúar 2018 og 14. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. janúar 2018. Einnig er lögð fram greinargerð forstöðumanns Fjölskyldu-  og húsdýragarðsins um málið.

9.    Lagt fram bréf Innri endurskoðunar, dags. 8. maí 2018, vegna styrkjamála.

Frestað.

10.    Lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu um framkvæmd styrkjareglna 2017.

11.    Fram fer kynning á stefnumótun skíðasvæðanna.

Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna tekur sæti á fundinum undir þessum líð.

-    kl. 13:45 víkur Trausti Harðarson af fundinum. 

12.    Lagt fram til kynningar samkomulag sveitarfélaganna um uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, dags. 8. maí 2018.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Íþrótta- og tómstundaráð fagnar framtíðarstefnumótun skíðasvæðanna og lýsir yfir ánægju með samkomulag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu svæðanna á næstu árum.

12.    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að sviðsstjóra verði falið að vinna að uppbyggingu líkamsræktarstöðvar við Vesturbæjarlaug.  Miðað verði við að slík starfsemi verði á vegum einkaaðila.  Skoðað verði með hvaða hætti sé unnt að koma henni fyrir þannig að hún verði í góðum tengslum við sundlaugina líkt og gert hefur verið með góðum árangri við Breiðholtslaug.

Frestað.

13.    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að salernisaðstöðu verði komið upp við útileiksvæðið í Gufunesi.  Með sívaxandi notkun svæðisins, m.a. vegna vinsælda álfahóls, brettagarðs, strandvalla og ævintýrakastala er æskilegt að salernisaðstaða sé fyrir hendi þegar frístundamiðstöðin er lokuð um kvöld eða helgar.

Frestað. 

14.    Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 9. maí 2018, varðandi þátttöku fulltrúa íþrótta- og tómstundaráðs og íþrótta- og tómstundasviðs á höfuðborgarráðstefnu Norðurlanda um íþróttamál í Helsingi 6.-8. júní 2018.

Fundi slitið kl. 14:20

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir    Tomasz Chrapek

Hermann Valsson    Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir