No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 9. nóvember var haldinn 172. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.05. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir.Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinansson, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi frá Rathlaupafélaginu Heklu dags. 28. okt. sl. vegna húsnæðismála.
2. Á fundinn mætti Björn Axelsson frá Umhverfis- og skipulagssviði og kynnti vinnu við hverfisskipulag í Reykjavík.
Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fagnar því að vinna eigi hverfaskipulag fyrir Reykjavík og vonar að það muni verða til hagsbóta fyrir íþrótta- og tómstundastarf í borginni.
3. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 26. okt. sl. vegna aðstöðu til hópfimleika.
4. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 26. okt. sl. með ósk um fjárveitingu vegna kaupa á fibergólfi.
Vísað til framkvæmdastjóra til skoðunar.
5. Lagt fram bréf Fisfélagsins dags. 5. nóv. sl. með ósk um styrk vegna heimtaugargjalda á Hólmsheiði.
Samþykkt að óska eftir umsögn sviðsstjóra Umhverfs- og skipulagssviðs.
6. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. okt. og 26. okt. vegna aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Eftirfarandi var vísað til umræðu og skoðunar íþrótta- og tómstundaráðs: #GLVeitur, grunnkerfi#GL, Kaupmaðurinn á horninu#GL, #GLHæðir húsa#GL, #GLBorgarvernd#GL, Miðborgarstefna#GL og #GLBorgarbúskapur#GL.
7. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. okt. sl.- #GLÍþrótta- og tómstundamiðstöðvar hætti að selja gos og sælgæti#GL.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna og kemur henni á framfæri við ÍBR og íþróttafélögin og til forstöðumanna íþróttamannvirkja.
Einnig er óskað eftir minnisblaði frá ÍTR vegna málsins.
8. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. okt. sl.- #GLSundlaug í Fossvogsdal#GL.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna og vísar henni til starfshóps um sundlauga og samráðshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogs um sundlaug í Fossvogi.
9. Rætt um rekstur skíðasvæðanna. Lagður fram að nýju undirskriftalisti vegna Skálafells.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Kl. 13.00 véku Eva Baldursdóttir og Marta Guðjónsdóttir af fundi.
10. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá seinasta fundi liður 2 vegna aðstöðuvanda Fjölnis.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leita leiða til að bæta úr aðstöðuvanda Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi fyrir inniíþróttagreinar.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna:
Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna þekkja vel til aðstöðuleysis Fjölnis og eru öll að vilja gerð að leysa þann vanda. Málið hefur verið og er í vinnslu innan borgarinnar og margir þættir skoðaðir í því sambandi. Mikilvægt er að skoða málið í stærra samhengi, þá m.a. með hliðsjón af þörfum annarra nálægra hverfa eins og Grafarholts og Úlfarsárdals.
11. Rætt um fjárhagsáætlun 2013 - gjaldskrár o.fl.
12. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 29. okt. sl. vegna styrkjamála.
13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 8. nóv. sl. þar sem fram kemur að borgarráð hafi samþykkt að styrkja Skátasamband Reykjavíkur vegna 100 ára afmælis þeirra.
14. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs 24. ágúst sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að skoðað yrði hvort unnt væri að láta Íþróttafélagi Reykjavíkur í té færanlega kennslustofu, sem staðsett yrði á svæði félagsins við Skógarsel. Er félagið í brýnni þörf fyrir líkamsræktaraðstöðu þar sem engin líkamsræktarstöð er nú starfrækt í Breiðholti. Vitað var að þegar tillagan var flutt, var fjöldi færanlegra kennslustofa á lausu hjá Reykjavíkurborg, sem hentað gæti fyrir slíka starfsemi. Fulltrúar meirihlutans vísuðu málinu til vinnu við fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu málsins. Var rætt við forsvarsmenn ÍR um þarfir félagsins fyrir slíka aðstöðu og hugsanleg afnot af færanlegri kennslustofu áður en borgin auglýsti slíkar stofur til sölu fyrir nokkrum vikum?
Fundi slitið kl. 13.15.
Eva Einarsdóttir
Karl Sigurðsson Stefán Benediktsson
Kjartan Magnússon Björn Gíslason