No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 23. nóvember var haldinn 173. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn hjá KR í Frostaskjóli og hófst kl. 11:05. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinandsson, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á starfsemi KR. Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri og Guðjón Guðmundsson formaður tóku á móti ráðinu og kynntu félagið og starfsemi.
kl. 12.00 komu Kjartan Magnússon og Gísli Árni Eggertsson á fundinn.
2. Á fundinn kom Gerður Þóra Björnsdóttir og kynnti hagrænt gildi Reykjavíkurmaraþons.
3. Lagt fram bréf Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, til sveitarfélaga dags. 26. okt. sl. vegna áfengisauglýsinga á íþróttasvæðum.
4. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustu dags. 21. nóv. sl. vegna skíðasvæða í hverfum.
5. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustu dags. 21. nóv. sl. vegna veitingasölu í íþróttamannvirkjum.
6. Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks dags. 14. sept. sl. varðandi Reiðhöllina í Víðidal.
Vísað til framkvæmdastjóra til skoðunar.
Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sendir Hestamannafélaginu Fáki árnaðaróskir í tilefni af níutíu ára afmæli félagsins og þakkar því fyrir gott samstarf á liðnum árum.
7. Rætt um framkvæmd höfuðborgarráðstefnu í Reykjavík 2013.
8. Rætt um Egilshöll, íþróttamál í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal.
kl. 13:00 véku Eva Einarsdóttir og Stefán Benediktsson af fundi.
9. Lögð fram tillaga eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingar:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að skoðuð verði næturopnun sundlauga Reykjavíkur um og yfir dagana í kringum Jónsmessunótt sumarið 2013, einkum í Laugardalslaug. Íbúar Reykjavíkur geti því sannanlega velt sér upp úr dögginni. Óskar ráðið eftir tillögu frá framkvæmdastjóra að útfærslu, einkum hvað varðar starfsmannahald og aðgangseyri á meðan á nætursundi stendur, en stefnt sé að því að aðgangseyrir standi straum að kostnaði við opnun.
Samþykkt samhljóða.
10. Lagður fram afgreiðslutími sundlauga um jól og áramót.
Fundi slitið kl. 13.10
Eva Baldursdóttir
Karl Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason