No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, miðvikudaginn 10. október var haldinn 170. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11.05. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Ragnar Hansson, Óskar Örn Guðbrandsson og Björn Gíslason. Einnig: Ingvar Sverrisson ÍBR, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tilraunaverkefni ÍTR í KFS kynjaðri fjárhagsáætlunargerð. Ásdís Ásbjörnsdóttir kynnti verkefnið og svaraði fyrirspurnum.
kl. 11.10 komu Stefán Benediktsson og Kjartan Magnússon á fundinn.
kl. 11.00 kom Bragi Þór Bjarnason á fundinn.
2. Lagt fram að nýju bréf stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 20. september sl. vegna úttektarskýrslu Innri endurskoðunar. Á fundinn mættu Anna Margrét Jóhannsdóttir og Atli Þór Þorvaldsson frá Innri endurskoðun og kynntu úttektina.
kl. 12.00 vék Björn Gíslason af fundi.
kl. 12.10 kom Hermann Valsson á fundinn.
3. Lagt fram að nýju bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. sept. sl. vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Á fundinn komu Haraldur Sigurðsson og Björn Axelsson frá Umhverfis- og skipulagssviði og kynntu skipulagið.
4. Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks dags. 14. sept. sl. vegna styrkumsóknar.
Vísað til styrkjaúthlutunar.
5. Lagt fram afrit af bréfi ÍSÍ til borgarstjóra dags. 24. sept. sl. vegna Smáþjóðaleika í Reykjavík 2015. Erindinu er vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs dags. 25. sept. sl. varðandi kynningu félagasamtaka á starfsemi sinni til nemenda og foreldra í grunnskólum.
7. Rætt um fjárhagsáætlun 2013.
Fundi slitið kl. 13.50
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Ragnar Hansson
Stefán Benediktsson Kjartan Magnússon
Óskar Örn Guðbrandsson