No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 25. maí var haldinn 163. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.00. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Karl Sigurðsson og Marta Guðjónsdóttir . Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Ingvar Sverrisson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 15. maí sl. vegna höfuðborgarráðstefnu sem vera átti í haust í Reykjavík. Ráðstefnunni hefur verið frestað til maí 2013.
Kl. 11.10 komu Kjartan Magnússon og Geir sveinsson á fundinn.
2. Rætt um Frístundakortið. Gísli Árni Eggeertsson fór stuttlega yfir stöðuna og svaraði fyrirspurnum.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
ÍTR fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur með Frístundakortinu.
Meginmarkmið Frístundakortsins er að auka jöfnuð og efla félagsauð í hverfum borgarinnar. Ljóst er að veruleg aukning hefur orðið í þátttöku í skipulögðu starfi og fjölbreytt starfsemi stendur börnum og unglingum til boða. Í tölfræði Frístundakortsins kemur fram nokkur munur milli borgarhverfa bæði hvað varðar þátttöku í starfsemi og framboð. Við gerð starfsáætlunar fyrir árið 2013 verði mótaðar tillögur um aðgerðir til að styrkja hverfi þar sem minnst þátttaka er í félagsstarfi.
3. Lögð fram drög að Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkurborgar. Stefnumótunin samþykkt og vísað til borgarráðs.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
ÍTR þakkar öllum þeim sem komu að stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkurborgar og íþróttahreyfingarinnar fyrir sitt framlag. Þá eru fulltrúar ráðsins sérstaklega ánægðir með að almenn samstaða hafi náðst um stefnumótun í íþróttamálum í Reykjavík til 2020 og fagnar því mjög. ÍTR samþykkir að vísa drögum til borgarráðs með hliðsjón af þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum.
Kl. 12.25 véku Kjartan Magnússon, Ingvar Sverrisson og Frímann Ari Ferdinardsson af fundi.
4. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2013 - 2017.
5. Ásdís Ásbjörnsdóttir verkefnastjóri kynnti aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
ÍTR þakkar fyrir greinargóða kynningu um aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Slík áætlun er mikilvæg í öllu starfi og mikilvægt verkfæri til að framfylgja Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.
Kl. 12.50 vék Eva Baldursdóttir af fundi.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. maí sl. varðandi tillögu frá fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar frá 12. apríl sl. varðandi áheyrnarfulltrúa.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Lagt er til að Reykjavíkurráði ungmenna verði boðið að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.
Frestað.
7. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingar frá seinasta fundi:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að framkvæmdastjóra ÍTR verði falið að kanna í samstarfi við Lýðheilsustöð hvort t.d. sveitarfélög á Norðurlöndunum, innan evrópusambandsins eða annarra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við séu með lýðheilsuverkefni hvers konar fyrir starfsmenn sína sem hluta af vinnuskyldu eða jákvæðum hvatabreytum í þá átt, með það að markmiðið að skoða hvort slík verkefni gætu verið fýsileg fyrir starfmenn borgarinnar. T.d. gæti það falist í heilsueflingu innan framlagðra vinnustundra starfsmanna. Einnig verði leitað að nýsköpunarverkefnum eða nýlegri þróun á sviði lýðheilsu í þessu sambandi, á sviði samgangna eða hreyfingar hvers konar. Óskað er eftir að skilað verði skýrslu um málið síðasta lagi í lok árs 2012, sem innihaldi m.a. tillögur um hvernig Reykjavíkurborg geti stuðlað að aukinni lýðheilsu fyrir starfsmenn sína og þannig verið leiðandi á sviði lýðheilsu og mannræktar hér á landi.
Tillögunni er vísað til framkvæmdastjóra til skoðunar.
8. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til Framkvæmda- og eignasviðs að gangast fyrir endurbótum og lagfæringum á félagssvæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel í samvinnu við félagið. Eru slíkar endurbætur fyrir löngu orðnar tímabærar. Lagfæra þarf aðkomu að svæðinu, umhverfi keppnisvallar, gönguleið frá félagshúsi að áhorfendastæði, ganga frá svæði milli áhorfendasæta og vallar, lagfæra frjálsíþróttasvæði, girðingar o.fl. Þá þarf að slétta grasæfingavelli, einkum á norðurhluta svæðisins.
Samþykkt og vísað til ÍTR.
Fundi slitið kl. 13.00
Eva Einarsdóttir
Karl Sigurðsson Stefán Benediktsson
Geir Sveinsson Marta Guðjónsdóttir