No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2011, mánudaginn 29. ágúst var haldinn 143. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:05. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Karl Sigurðsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Ennfremur: Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf stjórnkerfisnefndar dags. 18. ágúst sl. með ósk um umsögn vegna samþykkta fyrir íþrótta- og tómstundaráð og skóla- og frístundaráð.
kl. 13:10 kom Geir Sveinsson á fundinn.
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Breytingar hafa orðið á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, með stofnun nýs sviðs Skóla- og frístundasviðs. Skóla- og frístundasvið hefur nú tekið við verkefnum sem áður heyrðu undir Íþrótta- og tómstundasvið. Eitt skref í þessari breytingu eru breyttar samþykktir fyrir fagráð ÍTR og nú Skóla- og frístundasviðs. ÍTR veitir sameiginlega umsögn um samþykktir beggja ráða. Borgarlögmaður hefur skilað drögum af samþykktunum og eru þær að mestu leyti sambærilegar núgildandi reglum í störfum ráðsins, en taka þó mið af nýrri verkefnaskiptingu milli sviða. Sjá má að 3. gr. samþykktar ÍTR tekur mestum breytingum sem fjallar um verkefni ráðsins. Eftir yfirferð ráðsins á fyrirliggjandi drögum er ekki að sjá atriði sem gefa tilefni til athugasemda af hálfu ráðsins. Meirihluti ÍTR bendir þó á að frístundaheimili starfa á grundvelli borgarráðssamþykktar frá 2010. Hún gætti þurft endurskoðunar við vegna breyttra sviðsmynda. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir því drög að samþykktum, með þeim fyrirvara, að þær verði endurskoðaðar og lagaðar þegar endanleg verkefnaskipting og sviðsmynd liggur fyrir þann 31. desember 2011, gerist þess þörf.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa í fyrri bókanir sínar vegna málsins. Illa er staðið að málinu af hálfu meirihluta borgarstjórnar og vinnubrögðin afar ámælisverð, ekki síst í ljósi þess um hve umfangsmiklar stjórnsýslubreytingar er að ræða. Þrátt fyrir að málið sé komið svo langt að drög að samþykktum vegna nýs Skóla- og frístundasviðs liggja fyrir, vantar enn mikið upp á að stjórnendur, starfsmenn og meðlimir viðkomandi ráða hafi heildaryfirsýn yfir umræddar breytingar og hvernig kerfinu er ætlað að virka að þeim loknum. Slík lausatök eru óviðunandi.
Fundi slitið kl. 13:25
Eva Einarsdóttir
Diljá Ámundadóttir Karl Sigurðson
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Geir Sveinsson