No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2011, föstudaginn 13. maí var haldinn 138. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 11.10. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Geir Sveinsson. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 137. fundi sbr. liður 1.
Frestað.
2. Lagðar fram að nýju fyrirspurnir frá fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna frá 137. fundi sbr. liður 1.
Frestað.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. apríl sl. varðandi samþykktar tillögur í borgarstjórn 19. apríl sl. um sameiningu leikskóla, grunnskóla og yfirstjórn skóla og frístundaheimila.
Kl. 11.15 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.
4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. apríl sl. varðandi samþykkt tillagna í borgarstjórn 19. apríl sl. um að hefja undirbúning sameiningar Leikskólasviðs og Menntasviðs og að þau verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á Íþrótta- og tómstundasviði verði hluti af sameinuðu sviði.
5. Lagt fram bréf skrifstofu framkvæmdastjóra dags. 2. maí sl. ásamt embættisfærslum.
6. Lagður fram undirskriftalisti gesta í Vesturbæjarlaug vegna afgreiðslutíma laugarinnar.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. apríl sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna dags. 12. apríl sl. varðandi bætta aðstöðu fyrir jaðarsport í Grafarvogi.
8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. apríl sl. þar sem vísað er mannréttindaráðs tillögu frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna dags. 12. apríl sl. varðandi eineltismál. Mannréttindaráði er falið að móta tillögur í samráði við menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. apríl sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna dags. 12. apríl sl. varðandi framboð á félagsstarfi á vegum Frístundamiðstöðva fyrir 16 ára og eldri í sumar.
10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. apríl sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna dags. 12. apríl sl. varðandi misrétti í aðstöðu íþróttagreina vegna lokunar hluta skíðasvæða.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 28. apríl sl. vegna tillögu frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna 12. apríl sl. um breytingar á samþykktum íþrótta- og tómstundaráðs.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 29. apríl sl. vegna samþykktar borgarráðs um atvinnumál ungs fólk í sumar.
13. Rætt um hjólagarð í Skálafelli.
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. maí sl. ásamt bréfi Tennissambands Íslands ódags. vegna aðstöðumála tennisíþróttarinnar í Reykjavík. Óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs.
Vísað til framkvæmdastjóra.
15. Lagt fram bréf Björns Vilhjálmssonar dags. í apríl þar sem óskað er eftir styrk vegna gerðar bókar um Hálendishópinn.
Vísað til samráðshóps um forvarnir.
Kl. 12.55 var gert stutt matarhlé.
Kl. 12.55 vék Bjarni Þór Sigurðsson af fundi.
Kl. 13.15 vék Gísli Árni Eggertsson af fundi.
16. Lagður fram viðaukasamningur við Knattspyrnufélagið Fram.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar að framkvæmdir séu að hefjast.
17. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála vegna smíðavalla og sumarleikja dags. 11. maí sl.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar niðurstöðu málsins.
18. Lagt fram minnisblað frá Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa með ábendingum frá íþróttafélögum í Reykjavík vegna ástands keppnisvalla og grasæfingasvæða.
Kl. 13.45 vék Soffía Pálsdóttir af fundi.
19. Lögð fram eftirfarandi ályktunartillaga Sjálfstæðisflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sendir Knattspyrnufélaginu Val góðar hamingjuóskir í tilefni af aldarafmæli félagsins. Um leið og ráðið þakkar fyrir öflugt starf í þágu reykvískrar æsku í hundrað ár er félaginu óskað góðs gengis við áframhaldandi heillaríkt starf á sviði íþrótta, hreysti, mannræktar og forvarna.
Samþykkt.
20. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í tilefni af aldarafmæli Knattspyrnufélagsins Vals beinir Íþrótta- og tómstundaráð því til borgarráðs að félagið fái afmælisgjöf frá Reykjavíkurborg í samræmi við það, sem önnur hverfisíþróttafélög hafa fengið á liðnum árum.
Frestað.
21. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Árið 2009 voru gerðar endurbætur á æfingasvæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur við Starhaga og var svæðið jafnframt stækkað. Ábendingar hafa nú borist um að endurbæturnar hafi ekki tekist sem skyldi. Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til framkvæmda- og eignasviðs að gerð verði úttekt á umræddri framkvæmd og komið með tillögur til úrbóta. Jafnframt verði gerðar tillögur um frekari endurbætur á svæðinu, sem fyrirhugaðar voru á sínum tíma, en ekki reyndist unnt að ljúka skipulagsvinnu á sökum tímaskorts.
Samþykkt.
22. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til Framkvæmda- og eignasviðs að ráðist verði í endurbætur og stækkun á grasæfingavelli á Kjalarnesi í sumar.
Frestað.
23. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna:
Um áratugaskeið hefur gott samstarf verið milli Reykjavíkurborgar og reykvískra íþróttafélaga um sumarvinnu unglinga. Hefur borgin greitt laun unglinga, sem unnið hafa við umhirðu og viðhald æfingavalla og leiðbeint á íþróttanámskeiðum barna. Vegna fyrirhugaðs niðurskurðar til þessarar starfsemi er fyrirsjáanlegt að mörg íþróttafélög verða í vandræðum í sumar við að sinna umhirðu og viðhaldi æfingavalla ásamt íþróttanámskeiðum. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að í framhaldi af ákvörðun borgarráðs um aukin framlög til sumarstarfa ungs fólks, verði unnið að því að tryggja að íþróttafélögin fái a.m.k. jafn marga unglinga til starfa og verið hefur undanfarin ár.
Frestað.
Fundi slitið kl. 14.00.
Eva Einarsdóttir
Diljá Ámundadóttir Eva Baldursdóttir
Kjartan Magnússon Geir Sveinsson