Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 13. febrúar var haldinn 82. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:10. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Sigfús Ægir Árnason, Björn Gíslason, Sóley Tómasdóttir, Felix Bergsson og Stefán Jóhann Stefánsson.
Einnig sátu fundinn: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinandsson ÍBR, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á stefnumótun og aðgerðaráætlun í innflytjendamálum. Á fundinn komu Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Íris Björg Kristjánsdóttir verkefnisstjóri og kynntu stefnumótun og aðgerðaráætlun í innflytjendamálum.
Ásdís Ásbjörnsdóttir mannauðsrágjafi ÍTR sat fundinn undir þessum lið.

2. Lögð fram tillaga um úthlutun styrkja.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir framlagða tillögu um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka.

3. Lögð fram til kynningar tillaga frá borgarstjórn um nýja menntastefnu.

4. Lagt fram bréf Netvistunar ehf. dags. 28. janúar sl. með ósk um styrk.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.

5. Lagt fram bréf Skólaráðs Fossvogsskóla dags. 17. des. sl. með ósk um boltagerði.
Vísað til skipulagsráðs.

6. Lögð fram framkvæmdaáætlun 2009 til íþrótta- og tómstundamála.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
ÍTR samþykkir að óska eftir því við Framkvæmda- og eignaráð að við endurskoðun fjárhagsáætlunar, sem fyrirhuguð er á næstu vikum, fari fram viðræður á milli Framkvæmda- og eignasviðs og ÍTR um endurskoðun framkvæmdaáætlunar vegna íþrótta- og tómstundamála.
Samþykkt.

7. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála um stöðuna á Frístundaheimilum.

8. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. 11. feb. sl. um frístundaklúbba fyrir fatlaða 10-18 ára.

9. Lögð fram eftirfarandi tillaga SÆÁ:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina því til umhverfis- og samgönguráðs, menningar- og ferðamálaráðs og skipulagsráðs Reykjavíkur að kanna möguleika á hönnun golfvallar í Viðey.
.
Lögð fram eftirfarandi tillaga SJS:
Lagt er til að tillögunni verði vísað til umsagnar ÍBR og Íþrótta- og tómstundasviðs.
Samþykkt.

10. Lagðar fram leiðbeinandi reglur um aukna neytendavernd barna.

- kl. 13:40 véku Felix Bergsson og Ómar Einarsson af fundi.

11. Umræður um tómstundastarf eldri borgara.

Fundi slitið kl. 13:55.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Sóley Tómasdóttir