No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, föstudaginn 30. apríl var haldinn 110. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 11.10. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Hermann Valsson, Pétur Markan og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Hallgrímur Egilsson, Frímann Ari Ferndinardsson, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Á fundinn komu Magnús Árnason framkvæmdastjóri og Benedikt Geirsson formaður stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og kynntu kostnaðaráætlun snjóframleiðslu á skíðasvæðum.
Kl. 11.25 kom skrifstofustjóri tómstundamála á fundinn.
Lögð fram að nýju tillaga um snjóframleiðslu á skíðasvæðum sem frestað var á seinasta fundi.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir stuðningi við þá vinnu, sem átt hefur sér stað á vettvangi stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna snjóframleiðslu í Bláfjöllum og Skálafelli og telur æskilegt að framkvæmdir hefjist sem fyrst þegar fyrir liggi kostnaðaráætlun og aðrar upplýsingar vegna ólíkra valkosta og hugsanlegrar áfangaskiptingar. Nauðsynlegt er að vanda til undirbúnings, vinna málið í fullu samráði við umhverfis- og skipulagsyfirvöld og aðra aðila. Einnig er mikilvægt að gæta ýtrustu hagkvæmni varðandi stofnkostnað og rekstur og nýta þá reynslu, sem þegar hefur fengist við snjóframleiðslu hérlendis á öðrum skíðasvæðum.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er ljóst að tillagan um snjóframleiðslu er seint fram komin með tilliti til framkvæmda fyrir næsta vetur, en samt teljum við athugandi að nýta fé sem kann að losna vegna breyttra aðstæðna við aðrar framkvæmdir til að undirbúa þetta mál.
2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 26. apríl sl. vegna þjónustusamninga við íþrótta- og æskulýðsfélög.
Tilhögun sú sem fram kemur í gögnunum samþykkt.
3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 26. apríl sl. vegna gerð nýs samnings um Rey-Cup.
4. Lögð fram eftirfarandi tillaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að mæla með því við borgarráð að veitt verði 15.0 mkr. til að bæta leik- og íþróttaaðstöðu barna og ungmenna í Úlfarsárdal og til að bæta æfingasvæði fyrir knattspyrnu í Leirdal í Grafarholti. Íþrótta- og tómstundasviði og Framkvæmda- og eignasviði er falin framkvæmd og umsjón með verkinu í samvinnu við íbúa og Knattspyrnufélagið Fram.
Samþykkt samhljóða.
5. Tilnefning í starfshóp um val á nafni á skóla í Úlfarsárdal.
Samþykkt að Kjartan Magnússon og Hermann Valsson taki sæti í starfshópnum.
6. Lagt fram bréf KKÍ dags. 20. apríl sl. vegna merkinga á körfuboltavöllum í íþróttahúsum.
Vísað til Framkvæmda- og eignasviðs.
7. Lagt fram minnisblað um hugmyndir KRR um forgangsröðun sparkvalla í Reykjavík.
8. Lögð fram eftirfarandi tillaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Stjórn íþrótta- og tómstundaráðs felur framkvæmdastjóra að skoða möguleika á gerð íþróttavallar á lóð í Norðlingaholti.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12.20
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Pétur Markan Hermann Valsson