No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 15. mars var haldinn 28. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í félagsheimili Víkings og hófst kl. 17:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Andrés Jónsson, Bolli Thoroddsen og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn fulltrúar Skipulagssviðs, Björn Axelsson og Helga Laxdal, fulltrúi Framkvæmdasviðs Rúnar Gunnarsson, formaður Víkings Þór Símon Ragnarsson, Arnar Ingólfsson raflagnahönnuður frá RTS, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttasviðs og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundurinn var opinn kynningarfundur um skipulag og framkvæmdir á íþróttasvæði Víkings. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Hverfisráð Háaleitis. Formaður bauð gesti velkomna og fór yfir dagskrá fundarins. Formaður Víkings Þór Símon Ragnarsson var með stutta kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum.
Björn Axelsson frá Skipulagssviði kynnti deiliskipulag svæðisins. Rúnar Gunnarsson frá Framkvæmdasviði fór yfir framkvæmdarferli við gervigrasvöll.
Arnar Ingólfsson raflagnahönnuður frá RTS kynnti hönnun lýsingar á gervigrasvelli.
Fyrirspurnum frá gestum fundarins svarað.
Fundi slitið kl 19:00
Anna Kristinsdóttir
Svandís Svavarsdóttir Andrés Jónsson
Benedikt Geirsson Bolli Thoroddsen