Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 26. júní var haldinn 91. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Víkingsheimilinu við Stjörnugróf og hófst kl. 12:10. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Valgerður Sveinsdóttir, Ari Matthíasson og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Haraldur Egilsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram bókun borgarráðs dags. 18. júní sl. um framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní.

2. Lögð fram greinargerð ÍBR um grunnskólamót Norðurlandanna.

3. Lögð fram teikning af staðsetningu körfuboltavallar við Hagskóla.

4. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. maí sl. þar sem óskað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfisumsóknar fyrir Reiðhöllina í Víðidal.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

5. Lagt fram yfirlit um styrkumsóknir og tillögu að úthlutun.
Tillagan samþykkt.

6. Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála varðandi Egilshöll.

kl. 12:40 kom Felix Bergsson á fundinn.

7. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns dags. 22. júní sl. vegna Skautahallar í Laugardal. Jafnframt lögð fram að nýju bréf ÍBR og SR vegna málsins.

8. Lögð fram að nýju tillaga starfshóps um eflingu frístundaþjónustu íþrótta- og tómstundaráðs fyrir börn í 5.-7. bekk grunnskóla.
Samþykkt og kannað verði með aðkomu vinnumálastofnunar að verkefninu.

9. Lagt fram svar við fyrirspurn frá seinasta fundi 14. lið.

10. Lagt fram munnlegt svar við fyrirspurn um körfuboltavelli frá seinasta fundi 12. lið.

11. Rætt um málefni Knattspyrnufélagsins Víkings.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á að frágangi svæðis við norðurenda áhorfendastúku Knattspyrnufélagsins Víkings við Stjörnugróf verði lokið sem fyrst.

Lögð fram eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Á fundi borgarráðs 10. júní 2008 var samþykkt að gefa Knattspyrnufélaginu Víkingi fyrirheit um stækkun athafnasvæðis félagsins eftir árið 2016. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur skipaður fulltrúum ÍTR, Víkings og Skipulags- og byggingasviðs til að fara yfir þær hugmyndir og tillögur sem Knattspyrnufélagið Víkingur hefur um svæði félagsins til framtíðar. Hópurinn kanni m.a. leiðir til að flýta fullnustu umræddrar samþykktar borgarráðs með það að markmiði að hægt verði að ráðast sem fyrst í stækkun athafnasvæðis Víkings.
Samþykkt einróma.

12. Á fundinn komu framkvæmdastjóri Víkings, Eiríkur Benónýsson, Guðmundur H. Pétursson formaður og Auður Ólafsdóttir varaformaður og sögðu stuttlega frá starfsemi félagsins.

13. Svæðið skoðað undir leiðsögn Víkinga.

Fundi slitið kl. 14:25.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Oddný Sturludóttir
Ari Matthíasson Felix Bergsson