No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2008, þriðudaginn 26. ágúst var haldinn 71. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli og hófst kl. 12.00. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Björn Gíslason, Valgerður Sveinsdóttir, Sigfús Ægir Árnason, Stefán Jóhann Stefánsson, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Reynir Ragnarsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjori, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð. Egill Örn Jóhannesson boðaði forföll.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. ágúst sl. þar sem tilkynnt er um kjör fulltrúa í íþrótta- og tómstundaráð. Formaður var kjörinn Kjartan Magnússon. Aðrir fulltrúar voru kjörnir: Björn Gíslason, Valgerður Sveinsdóttir, Sigfús Ægir Árnason, Stefán Jóhann Stefánsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Áheyrnarfulltrúi var tilnefndur Egill Örn Jóhannesson.
2. Valgerður Sveinsdóttir var kosin varaformaður.
3. Samþykkt að fundartími ráðsins verði 2. og 4. föstudagur í mánuði kl. 12:00.
4. Lagt fram afrit af nýjum þjónustusamningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um rekstur skíðasvæðana.
Kl. 12.10 kom aðstoðarframkvæmdastjóri á fundinn.
5. Lögð fram að nýju tillaga frá síðasta fundi sbr. 13. liður fundargerðar vegna Safamýrar.
Stjórn ÍTR samþykkir að skipa nefnd sem hefur það verkefni að vinna tillögu um hvernig skipulagi íþrótta- og tómstundamála verður háttað þegar FRAM flytur úr Safamýri. Nefndin skoði sérstaklega framtíðarmöguleika svæðisins sem afþreyingar, tómstunda- og menningarmiðstöð fyrir fjölskyldur í Reykjavík.
Samþykkt.
6. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí sl. vegna fjárhagsáætlunar 2009 og þriggja ára áætlunar 2010 – 2012.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 8. ágúst sl. um gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
8. Rætt um fjárhagsáætlun ÍTR. Lögð fram vinnuáætlun og stefnukort með skýringum.
9. Lagt fram sex mánaða uppgjör ÍTR.
10. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra íþróttamála dags. 11. ágúst sl. vegna hitastigs í Vesturbæjarlaug og tillögu um úrbætur.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela skrifstofu ÍTR í samráði við Framkvæmda- og eignasvið að ráðast í aðgerðir til að hækka hitastig í barnalaug Vesturbæjarlaugar.
Samþykkt.
11. Lagðar fram niðurstöður frá Umhverfis- og samgöngusviði um reglubundið eftirlit í sundlaugum ÍTR sumarið 2008.
12. Lagt fram yfirlit um sparkvelli ásamt tillögu um aðgerðir í Gamla Vesturbænum.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir því við Framkvæmda- og eignasvið að kannaðir verði möguleikar á því að setja gervigras á sparkvöll við Öldugötu. Slík aðgerð myndi bæta úr brýnni þörf fyrir sparkvöll með mjúku undirlagi í Gamla Vesturbænum, en nú er enginn slíkur völlur í hverfinu.
Samþykkt.
13. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra tómstundamála dags. 26. ágúst sl. um starf frístundaheimila haustið 2008.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn sem óskað er eftir svörum við á næsta fundi:
1. Hver er fjöldi barna á biðlista á frístundaheimilum?
2. Hvernig skiptist biðlistinn eftir hverfum?
3. Hver var fjöldi á biðlista á sama tíma fyrir ári?
4. Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til þess að tryggja mönnun á frístundaheimilum?
5. Hve marga starfsmenn vantar til starfa?
14. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. maí sl. vegna samþættingu á frístunda- og skólastarfi.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
15. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. júlí sl. vegna samþykktar íbúasamtaka Hlíða, Holta, og Norðurmýri um Sundhöllina.
16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. júlí sl. vegna reglna um slysatryggingu barna í skipulögðu tómstundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar.
17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. ágúst sl. vegna erindis í borgarráði um átak í heimanámi og rekstur heimanámsstofu.
18. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjóra dags. 30. júní sl. vegna
akstursbrautar.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 8. ágúst sl. vegna GR, þar sem
óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs.
Frestað.
20. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjóra dags. 29. maí sl. vegna reksturs Egilshallarinnar
21. Lagðar fram endurskoðaðar húsaleigu og æfingareglur ÍTR og ÍBR.
Frestað.
22. Lagt fram bréf ÍBR dags. 20. ágúst sl. vegna rannsóknarmiðstöðvar fyrir
íþróttamenn.
Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra ÍTR.
23. Lögð fram styrkumsókn frá “ Frístundir á Íslandi “.
Erindið hlýtur ekki stuðning.
24. Lagt fram bréf tennisdeildar Víkings dags. 15. júlí sl. vegna lagfæringa á tennisvöllum í Stjörnugróf.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
25. Lögð fram styrkumsókn frá Íslenska Pílukastfélaginu.
Erindið hlýtur ekki stuðning.
26. Lagt fram bréf félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ dags. 15. júlí sl. með ósk um samstarf vegna útgáfumála.
Erindið hlýtur ekki stuðning.
27. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 15. júlí sl. vegna aksturs frá frístundaheimilinu að Hlíðarenda.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR.
28. Lagt fram bréf Skíðagöngufélagsins Ulls dags. 28. júlí sl. vegna aðstöðumála í
Bláfjöllum.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR til afgreiðslu.
29. Lögð fram drög að samningi við Smábílaklúbbinn vegna aðstöðu á Gufunesi.
Vísað til afgreiðslu borgarlögmanns.
30. Lögð fram eftirfarandi tillaga Vinstri grænna:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fundarboðum og fundargerðum verði hér eftir skipt upp eftir málaflokkum og þeir teknir fyrir í heild eins og tíðkast í öðrum fagráðum borgarinnar. Þannig skiptist fundarboð og -gerðir í þrennt, skrifstofu íþróttamála, skrifstofu æskulýðsmála og önnur mál.
Samþykkt.
31. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Vinstri grænna og Samfylkingar:
Í umræðu um þriggja ára áætlun fór þáverandi formaður ÍTR mikinn um starfshóp sem settur hafði verið á laggirnar vegna uppbyggingar tómstundastarfs fyrir börn í 5.-7 bekk. Starfshópurinn átti að skila niðurstöðum sl. vor en ekki verður séð að þær hafi verið kynntar í ráðinu. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska eftir upplýsingum um framvindu mála, enda mikilvægt að stefnumótun liggi fyrir sem fyrst, nú þegar vinna við fjárhagsáætlun næsta árs er komin á fullt.
32. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Vinstri grænna og Samfylkingar:
Í nýkynntum málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir m.a. að breyttar aðstæður í efnahagsumhverfi kalli á breytingar sem tengjast íþróttum og frístundum. Því er spurt:
1. Hvaða breytar eða viðbætur er átt við?
2. Á fulltrúum meirihlutans hefur mátt skilja að væntingar um minni tekjur borgarinnar muni skerða þjónustu. Ætlar meirihlutinn að draga úr framlögum eða skerða þjónustu í íþrótta- eða tómstundamálum miðað við áður gerða þriggja ára áætlun?
3. Verður staðið við áður gerðar áætlanir varðandi framlög vegna frístundakortsins?
33. Lögð fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar glæsilegum árangri karlalandsliðsins í handknattleik á sumarólympíuleikunum 2008. ÍTR sendir liðsmönnum þjálfurum og aðstoðarfólki liðsins sem og Handknattleikssambandi Íslands árnaðaróskir. Árangur liðsins er öllu íþróttafólki á Íslandi mikil hvatning og til fyrirmyndar fyrir æsku landsins.
34. Lögð fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir ánægju með vel heppnað Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst. Rúmlega 11 þúsund manns tóku þátt í hlaupinu sem er metþátttaka. ÍTR þakkar öllum þátttakendum og samstarfsaðilum fyrir gott samstarf.
Fundi slitið kl. 14:20.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir