No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2007, föstudaginn 20. apríl var haldinn 47. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru: Björn Ingi Hrafnsson formaður, Benedikt Geirsson, Áslaug Friðriksdóttir, Björn Gíslason, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Valsson og Sigrún Elsa Smáradóttir. Jafnframt sátu fundinn: Anna Sigríður Ólafsdóttir, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri ÍTR sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram ársskýrsla Skátasambands Reykjavíkur 2006.
2. Lagt fram bréf skólastjóra Háteigsskóla dags. 10. apríl sl. með ósk um sparkvöll við skólann.
Vísað til framkvæmdasviðs og Skipulags- og byggingasviðs.
3. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. mars sl. varðandi starfsemi þjónustumiðstöðva.
Fulltrúar minnihlutans lögðu fram svofellda bókun:
Við lýsum yfir áhyggjum okkar yfir því að flytja eigi starfsfólk íþrótta- og tómstundasviðs á þjónustumiðstöðvum undir stjórn velferðarsviðs. Við minnum í því sambandi á bókun okkar á fundi ÍTR frá 9. 2. 2007, en þar segir m.a. að með þessari ákvörðun er verið að bregða fæti fyrir samþættingu íþrótta- og tómstundamálavið aðra þjónustu borgarinnar.
4. Lagt fram bréf Hestamiðstöðvar Reykjavíkur dags. 9. apríl sl. með ósk um hækkun á styrk ÍTR til miðstöðvarinnar.
Vísað til sviðsstjóra.
5. Lagðar fram að nýju umsóknir um styrki frá íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna endurbóta mannvirkja og nýframkvæmda. Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga um styrkveitingar og samninga 2008 – 2009 við þessa aðila:
Skátasamband Reykjavíkur:
Uppbygging vegna Skátamiðstövar á Úlfljótsvatni og uppgjör vegna Skátamiðstöðvar í Reykjavík, árið 2008 kr. 20.0 millj. og árið 2009 kr. 30.0 millj.
Samþykkt með 4 atkv. meirihluta, fulltrúar minnihluta sátu hjá.
KFUM og K:
Vegna uppbyggingar í Vatnaskógi, árið 2008 kr. 20.0 millj. og árið 2009 kr. 30.0 millj.
Samþykkt með 4 atkv. meirihluta, 2 fulltrúar minnihluta sátu hjá, SJS á móti.
Ármann skíðadeild:
Vegna uppgjörs og nýframframkvæmda við skíðaskála í Bláfjöllum, árið 2008 kr. 20.0 millj. og árið 2009 kr. 20.0 millj.
Samþykkt samhljóða.
KR:
Vegna uppgjörs á framkvæmdum við eldri mannvirki, árið 2008 kr. 10.0 millj.
Samþykkt samhljóða.
Fram:
Vegna viðhalds á íþróttahúsi og félagsheimili, árið 2008 kr. 6.0 millj.
Samþykkt samhljóða.
ÍR:
Vegna viðhaldsmála félagsheimilis, árið 2008 kr. 10.0 millj.
Samþykkt samhljóða.
Fjölnir:
Vegna viðhaldsmála við íþróttamiðstöð, árið 2008 kr. 3.0 millj.
Samþykkt samhljóða.
Víkingur:
Vegna viðhaldsmála við íþróttamiðstöð, árið 2008 kr. 9.0 millj.
Samþykkt samhljóða.
SJS lagði fram svofellda bókun vegna styrkveitingar til KFUM og K:
Það er mikilvægt í því fjölmenningarsamfélagi sem hér er í þróun að trúarsöfnuðir standi sem mest á eigin fótum. Á þessu sviði getur verið erfitt að aðgreina trúarlega innrætingu frá öðru æskulýðsstarfi og því æskilegt að ÍTR styrki íþrótta- og æskulýðsstarf með beinum og öflugum hætti, en ekki trúarstarfsemi með beinum eða óbeinum hætti.
6. Lagt fram bréf Klifurhússins dags. 29. mars sl. með ósk um aðstoð við lausn húsnæðismála.
Vísað til sviðsstjóra.
7. Lögð fram skýrsla forstöðumanns frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar varðandi aðstöðumál í Gufunesi.
8. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra íþróttamála dags. 18. apríl sl. varðandi körfuboltavelli.
9. Meirihluti lagði fram svofellda tillögu:
Lagt er til að ÍTR kanni kostnað við uppsetningu og gerð útikörfuboltavallar svipaðan þeim sem settur hefur verið upp við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Líklegt má telja að útivellir sem þessir geti verið lyftistöng fyrir körfuboltaíþróttina í borginni, ekki síst í ljósi frábærs árangurs körfuboltaliða KR og ÍR nýverið, en þau lið hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitla.
Samþykkt samhjóða.
10. Minnihlutinn lagði fram svofellda fyrirspurn:
Í fjölmiðlum var því nýlega haldið fram að Reykjavíkurborg hafi gefið UMFÍ verðmæta lóð í hjarta borgarinnar. Hér með er óskað eftir skriflegu svari við eftirfarandi spurningum:
1. Hvaða vilyrði hefur UMFÍ fengið um lóð í borginni?
2. Ef það sem í inngangi er rétt: Hvert er áætlað markaðsverðmæti þeirrar lóðar?
3. Eru fordæmi fyrir ráðstöfun af því tagi sem að ofan er lýst?
4. Er gert ráð fyrir íþróttastarfsemi, ungmennastarfsemi eða venjulegri skrifstofustarfsemi í væntanlegu húsnæði?
Vísað til borgarráðs
Meirihlutinn óskaði bókað:
Þrátt fyrir að fallist hafi verið á að taka fyrirspurn minnihlutans á dagskrá er það afstaða meirihlutans að málið eigi ekki erindi inn á fund íþrótta- og tómstundaráðs.
Minnihlutinn lagði fram svofellda gagnbókun:
Það er fullkomlega eðlilegt að fyrirspurnum sem varða úthlutun gæða borgarinnar til íþrótta-, tómstunda-, ungmenna- og æskulýðsstarfsemi sé svarað á fundum íþrótta- og tómstundaráðs.
11. Lagt fram bréf Dansíþróttasambands Íslands dags. 17. apríl sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna Íslandsmóts í dansi.
Vísað til sviðsstjóra.
12. Lagt fram bréf Ultima Thule dags. 17. apríl sl. með ósk um land í Gufunesi fyrir þrautagarð fyrir börn og fullorðna.
Vísað til sviðsstjóra og skipulags- og byggingasviðs.
13. Lagt fram bréf formanns Fylkis dags. 8. apríl sl. varðandi skipan íþróttamála í austurhverfum borgarinnar.
14. Formaður kynnti breytingar á stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins en Sigurjón Örn Þórsson hefur verið skipaður fulltrúi meirihlutans í stjórninni í stað Rúnars Hreinssonar.
15. Rætt um Fjölskyldugarðinn og þróunarverkefni honum tengt.
16. Kynnt þriggja ára áætlun ÍTR um fjárveitingar til framkvæmda á vegum félaga í borginni og þjónustusamninga fyrir árin 2007-2010.
17. Lögð fram 2. áfangaskýrsla vinnuhóps um rafræna þjónustu Frístundakortsins.
Lögð fram drög að auglýsingu þar sem ÍTR óskar eftir samstarfsaðilum á vettvangi æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfs í Reykjavík.
Fundi slitið kl. 13:40
Björn Ingi Hrafnsson
Áslaug Friðriksdóttir Benedikt Geirsson
Björn Gíslason Stefán Jóhann Stefánsson
Hermann Valsson Sigrún Elsa Smáradóttir