No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2007, föstudaginn 11. maí var haldinn 48. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hinu Húsinu hófst kl. 12:00. Mættir: Formaður Björn Ingi Hrafnsson, Bolli Thoroddsen, Björn Gíslason, Benedikt Geirsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Hermann Valsson. Jafnframt: Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram ársskýrsla Klifurfélags Reykjavíkur vegna ársins 2006.
2. Lagt fram bréf Skautafélags Reykjavíkur, dags. 20. aprí sl., varðandi Skautahöllina í Laugardal.
- Kl. 12:10 kom Sigrún Elsa Smáradóttir á fundinn.
3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 23. apríl sl., vegna umsóknar Foldaskóla um sparkvöll á lóð skólans. Jafnframt lagt fram nýtt yfirlit um sparkvelli
Vísað til framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingasviðs.
- Kl. 12:15 kom Anna Sigríður Ólafsdóttir á fundinn.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 27. apríl sl., vegna fyrirspurnar um lóð fyrir UMFÍ.
Stefán Jóhann Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Svar borgarstjóra er ekki fullnægjandi. Þar kemur ekkert fram um áætlað markaðsvirði lóðar heldur segir að við úthlutun lóðar verði tekin ákvörðun um gatnagerðargjöld. Ennfremur segir í svarinu að samkvæmt umsókn UMFÍ sé fyrst og fremst gert ráð fyrir ungmennastarfsemi. Því vaknar spurning um hvaða aðra starfsemi sé ætlunin að hýsa. Hér er varað við því að borgin sé að úthluta miklum verðmætum til íþrótta- og æskulýðsfélaga sem þau nýta sér til að reka aðra starfsemi en íþrótta- og æskulýðsstarf. Af þessu tilefni er óskað eftir því að umsókn UMFÍ um lóðina nr. 13 við Tryggvagötu ásamt umsögn skipulagsráðs verði kynnt í íþrótta- og tómstundaráði.
5. Lagt fram bréf Brokeyjar, dags. 30. apríl sl., vegna sumarstarfs. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra ÍTR dags. 2. maí sl. um málið.
Frestað.
6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍBR, dags. 27. apríl sl., vegna rannsóknarmiðstöðvar fyrir íþróttir.
Vísað til sviðsstjóra.
7. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs, dags. 20. apríl sl., vegna vatnagarðs í Úlfarsárdal.
8. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs, dags. 20. apríl sl., vegna hjólabrettaaðstöðu við Jafnasel.
9. Lagt fram minnisblað forstöðumanns frístundamiðstöðvarinnar Ársels dags. 4. maí sl. varðandi húsnæði fyrir frístundamiðstöð og frístundaheimili í Grafarholti. Jafnframt lagt fram minnisblað menntaráðs dags. 9. maí sl. varðandi málið.
Samþykkt að vísa erindinu til sviðsstjóri til áframhaldandi skoðunar.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 24. apríl sl. vegna fundar borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna.
Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 8. maí sl. vegna þeirra tillagna sem varða málefni ÍTR.
11. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra íþróttamála dags. 7. maí sl. vegna öryggismála á sundstöðum.
- Kl. 12:45 vék Björn Gíslason af fundi.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 9. maí sl. vegna viljayfirlýsingar við Ungmennafélagið Fjölni um samstarf milli aðila.
13. Lagt fram bréf Taflfélagsins Hellis dags. 24. apríl sl. þar sem óskað eftir styrk vegna alþjóðlegs unglingamóts milli jóla og nýjárs.
Vísað til skoðunar sviðsstjóra ÍTR.
14. Áheyrnarfulltrúi F-lista benti á að það vantaði hjólastanda við Hitt Húsið.
15. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 8. maí sl. varðandi Frístundakortið.
Ábendingum fulltrúa skal koma til skrifstofustjóra ÍTR.
Fundi slitið kl. 13:40
Björn Ingi Hrafnsson
Bolli Thoroddsen Benedikt Geirsson
Stefán Jóhann Stefánsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Hermann Valsson