Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, þriðjudaginn 11. apríl var haldinn 30. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Ingvar Sverrisson Guðlaugur Þór Þórðarson, Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn: Reynir Ragnarsson, Kolbeinn Már Guðjónsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lagðar fram hugmyndir um húsnæði við Austurberg fyrir bað- og búningsklefa og félagsaðstöðu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar sjálfstæðismanna fagna þeim áfanga er varðar frekari og löngu tímabæra uppbyggingu á aðstöðu Íþróttafélagisns Leiknis.
Fulltrúar sjálfstæðismanna í stjórn ÍTR hafa á liðnum misserum lagt fram ótal tillögur er varða aðstöðuvanda og almennt um málefni Leiknis.
Úrbætur á aðstöðumálum Leiknis hafa dregist óeðlilega og lengi vel virtist málið týnt og tröllum gefið í meðförum R-listans.

3. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 9. mars sl. varðandi þjónustusamning milli Félag tónlistarþróunarmiðstöðvar og menningar- og ferðamálaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og borgarráðs.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki borgarráðs.

4. Lagt fram bréf Klúbbs Skandinavíusafnara dags. 9. mars sl. þar sem óskað er eftir stuðningi við unglingastarf klúbbsins.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

5. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 17. mars sl. þar sem fram kemur að borgarráð hafi samþykkt drög að samningi við Borgarhöllina um íþróttamannvirki við Fossaleyni.

6. Lagt fram bréf Ármanns/Þróttar dags. 10. mars sl. varðandi innanhússaðstöðu félaganna.

- kl. 11:55 vék Ingvar Sverrisson af fundi.
- kl. 11:55 kom Andrés Jónsson.

7. Lagt fram minnisblað skrifstofu tómstundamála dags. 27. mars sl. varðandi frístundaheimili.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4. apríl sl. vegna samninga við Menntasvið og Framkvæmdasvið vegna frístundamiðstöðva og frístundaheimila í skólahúsnæði.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti samningana fyrir sitt leyti.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4. apríl sl. vegna Borgarleika 2007.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við borgarráð að gerður verði samstarfssamningur milli Reykjavíkurborgar og ÍBR vegna alþjóðlegra borgarleika ungmenna í íþróttum í Reykjavík sumarið 2007 og veitt verði sérstök fjárveiting til verkefnisins, 5.0 m.kr. 2006 og 5.0 m.kr. 2007.
Samþykkt samhljóða.

10. Rætt um málefni Fram. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR dags. 8. mars sl. Jafnframt lögð fram drög að dagskrá sumarnámskeiða Fram.

11. Lögð fram yfirlýsing frá aðalstjórn KR vegna herrakvölds.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4. apríl sl. vegna samninga við íþróttafélög í samræmi við þriggja ára áætlun.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við íþróttafélögin Fjölni, Fylki, ÍR, Leikni, KR og Íþróttafélag fatlaðra á grundvelli fyrirliggjandi þriggja ára áætlunar um framkvæmdir í samstarfi félaganna.
Samþykkt samhljóða.

- Guðlaugur Þór Þórðarsson vék af fundi undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 30. mars sl. vegna samninga við Val vegna knatthúss o.fl.

14. Lögð fram greinargerð Samanhópsins dags. í mars.

15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Miðgarðs ásamt drögum að erindisbréfi stýrihóps um tilraunaverkefni um aukna samfellu í skóla og frístundastarfi barna í Grafarvogi.
Á fundinn kom Ingibjörg Sigurþórsdóttir framkvæmdastjóri Miðgarðs og kynnti verkefnið.

- kl. 13:00 vék Bolli Thoroddsen af fundi.
- kl. 13:10 vék Kolbeinn Már Guðjónsson af fundi.

Frestað og vísað til umsagnar skrifstofustjóra tómstundamála.

Fundi slitið kl. 13:25.

Anna Kristinsdóttir

Svandís Svavarsdóttir Andrés Jónsson
Benedikt Geirsson Guðlaugur Þór Þórðarsson.