No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2006, fimmtudaginn 11. maí var haldinn 32. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen, Jafnframt sátu fundinn: Kolbeinn Már Guðjónsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.
2. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 18. apríl sl. vegna Skíðadeilda ÍR og Víkings og flutning á deildunum í Bláfjöll.
Frestað.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu til næsta fundar.
Jafnframt lögð fram nýsamþykkt stefna Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2007-2012.
- kl. 11:15 kom Guðlaugur Þór Þórðarson á fundinn.
3. Lagður fram sumarstarfsbæklingur ÍTR 2006.
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menntasviðs dags. 2. maí sl. þar sem fram kemur að menntaráð hafi samþykkt drög að samningum vegna frístundaheimila í grunnskólum og nýbygginga, viðhalds og tækjabúnaðar íþróttamannvirkja, félagsmiðstöðva og frístundaheimila í grunnskólum Reykjavíkur.
5. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar við ICA um Borgarleika unglinga 2007 í Reykjavík.
6. Lögð fram tilkynning KSÍ vegna sparkvalla.
7. Lögð fram starfsáætlun í jafnréttismálum ÍTR 20060-2007. Jafnframt lögð fram drög að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2006.
Á fundinn kom jafnréttisráðgjafi ÍTR og kynnti stefnuna.
8. Lögð fram greinargerð um fjölnota frístundahús í Gufunesi.
Á fundinn komu Atli Steinn Árnason forstöðumaður Gufunesbæjar og Þórólfur Jónsson frá Umhverfissviði og kynntu hugmyndir um fjölnota frístundahús í Gufunesi.
Vísað til Framkvæmdasviðs.
9. Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðismanna leggja ti að skoðaðir verði möguleikar og kostnaður við að setja upp útikörfuknattleiksvelli í Reykjavík. Starfsmönnum ÍTR verði falið að skoða málið í samvinnu við KKÍ. Niðurstaða verði kynnt stjórn ÍTR.
Samþykkt samhljóða.
- kl. 12:05 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.
10. Rætt um frístundaheimili og húsnæðismál. Lagt fram yfirlit um húsnæðismál og fjölda umsókna fyrir haustið 2006.
Á fundinn kom Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála hjá ÍTR og fór stuttlega yfir málið.
11. Lögð fram drög að samningi vegna tennisaðstöðu í Dalsmára í Kópavogi milli íþrótta- og tómstundaráðs, Íþróttabandalags Reykjavíkur og Tennisvina.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR til afgreiðslu.
12. Lagt fram minnisblað Framsýni dags. 3. maí sl. um Útivistarmiðstöð í Nauthólsvík.
Vísað til jaðaríþróttanefndar.
13. Lögð fram skýrsla um Miðbæjarathvarf 2005.
Fundi slitið kl. 12:25.
Anna Kristinsdóttir
Andrés Jónsson Benedikt Geirsson
Bolli Thoroddsen