Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 22. desember var haldinn 22. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:35. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Ingvar Sverrisson, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Jafnframt sátu fundinn: Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lagðar fram niðurstöður skoðanakannana meðal starfsmanna ÍTR og viðskiptavina ÍTR í sundlaugum og Fjölskyldugarði.

3. Lögð fram að nýju tillaga um breytingar á gjaldskrám sumarnámskeiða og frístundaheimila ÍTR.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðismanna sátu hjá.

4. Lögð fram að nýju tillaga um breytingu á gjaldskrá sundstaða.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðismanna sátu hjá.

5. Lagt fram að nýju yfirlit um styrkumsóknir til íþrótta- og tómstundaráðs ásamt tillögum að styrkjaúthlutun vegna ársins 2006.
Guðlaugur Þór Þórðarsson vék af fundi undir þessum lið sem snéri að Fjölni.
Frestað.

- kl. 11:55 kom Bolli Thoroddsen á fundinn.

- kl. 12:30 vék Ingvar sverrisson.

6. Samþykkt að Andrés Jónsson taki við sæti Ingvars Sverrisson í Afreks- og styrktarsjóði og jaðaríþróttanefnd.

Fundi slitið kl. 12:40.


Anna Kristinsdóttir
Andrés Jónsson Svandís Svavarsdóttir
Benedikt Geirsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Bolli Thoroddsen