Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, þriðjudaginn 9. júní var haldinn 89. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í félagsheimili OR Elliðaárdal og hófst kl. 13.30. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Stefán Jóhann Stefánsson, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir. Einnig sátu fundinn: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Snorri Jóelsson starfsmannastjóri og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Farið yfir stöðu mála varðandi rekstur og framkvæmdir hjá ÍTR 2009.

2. Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna ÍTR. Ásdís Ásbjörnsdóttir gerði grein fyrir könnuninni.

Kl. 14.20 vék SJS af fundi.

3. Rætt um fjárhagsútkomu ÍTR 2008. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 4. júní sl. vegna ársreiknings borginnar fyrir 2008.

4. Rætt um vinnu við hagræðingu og umbótaverkefni í fjárhagsáætlun ársins og stöðu fjármála og útkomuspá.

5. Rætt um stöðu framkvæmda í ár og hugsanleg verkefni á næstu árum.

6. Rætt um frístundakortið, nýtingu þess og þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu frístundastarfi.

7. Rætt um rekstur frístundamiðstöðva og frístundaheimila í ár.

8. Rætt um Egilshöllina, möguleika á íþrótta- og félagsaðstöðu í Norðingaskóla.

9. Rætt um styrk Velferðarsjóðs barna til ÍTR vegna sumarnámskeiða og atvinnumála ungs fólks.

Kl. 17.40 kom SJS á fundinn.

10. Rætt um starf fyrir 10-12 ára börn.

11. Rætt um önnur mál.

Kl. 18.00 vék ÓE af fundi.

Fundi slitið kl. 18.20.

Kjartan Magnússon

Björn Gíslason Sigfús Ægir Árnason
Valgerður Sveinsdóttir Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir Stefán Jóhann Stefánsson