Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 11. okt. var haldinn 193. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11.05.
Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Einnig: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags.20. sept. sl. vegna hugmynda um sundlaug í Fossvogi.
Á fundinn kom Margrét Leifsdóttir frá Umhverfis- og skipulagssviði og kynnti hugmyndina.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir tillögu starfshóps um sundlaug í Fossvogi um að í nýjum aðalskipulagstillögum Reykjavíkur og Kópavogs verði gerð tillaga að sundlaug í Fossvogsdal, sem staðsett verði í miðjum dalnum.
Sundlaugin taki mið að því að geta þjónað skólastarfi og sundiðkun almennings.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að áður en endanleg ákvörðun verður tekin um byggingu sundlaugar í Fossvogi verði haft víðtækt samráð við íbúa bæði hvað varðar endanlega staðsetningu og umferðarmál.

kl. 11.15 kom Hermann Valsson á fundinn.

2. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. sept. sl. vegna #GLBetri Reykjavík#GL og hugmynda um klifur og hjólabrettagarð í Skerjafirði.

kl. 11.20 komu Kjartan Magnússon og Ingvar Sverrisson á fundinn.

3. Lagt fram að nýju bréf Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. ágúst sl. með ósk um umsögn um forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017.
Samþykkt eftirfarandi umsögn fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar:
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar framkominni forvarnarstefnu. Einkum er ráðið ánægt með áherslurnar sem lagðar eru í stefnunni þ.e. samfélag án ofbeldis, virkni og þátttaka meðal barna og ungmenna, æska án vímuefna og sjálfsvirðingu.
Engar athugasemdir eru gerðar við einstaka þætti hennar.

4. Rætt um aðstöðu fyrir hjólabrettasvæði á Klambratúni.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju sinni með fyrirliggjandi hugmyndir um þróun útivistaraðstöðu á Klambratúni. Óskað er eftir því að sem fyrst verði komið fyrir aðstöðu til hjólabrettaiðkunar á túninu.

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 7. okt. sl. vegna íþróttahúsa grunnskóla.

6. Rætt um vetraropnun á Ylströndinni. Samþykkt að laugardagana 26. október, 16. nóvember og 21. desember verði aukaopnun á Ylströndinni og frá 4. janúar 2014 verði opið alla laugardaga.

7. EM í hópfimleikum verður haldið í Laugardalshöllinni 13.-19. október 2014. Á fundinn komu Þorgerður Diðriksdóttir og Arnar Ólafsson frá Fimleikasambandi Íslands og kynntu mótið.

8. Rætt um viðhaldsmál íþróttamannvirkja félaga á næsta ári.

9. Lagt fram bréf Árósarborgar dags. 2. okt. sl. með boð um þátttöku í vinabæjarráðstefnu í Århus 24.-27. september 2014.

10. Lagt fram bréf Hestamiðstöðvar Reykjavíkur dags. 2. okt. með ósk um styrk vegna haustannar 2013.
Vísað til styrkjahóps ÍTR.

11. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. sept. sl. #GLLengja opnunartíma sundstaða á kvöldin#GL
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir hugmyndina og vekur athygli á að frá mánudegi til fimmtudags eru allar laugar ÍTR opnar frá kl. 06.30 til kl. 22.00. Á föstudögum er Laugardalslaug opin til kl.22.00 en hinar fimm laugarnar til kl.20.00.
Á laugardögum og sunnudögum er Laugardalslaug opin til kl.22:00 en hinar laugarnar til kl. 18.00. Síðastliðið sumar var ákveðið að lengja afgreiðslutíma hverfislauganna til kl. 19.00 á sumrin um helgar, til að koma til móts við óskir borgarbúa. Laugardalslaug er áfram opin til kl. 22.00 alla daga vikunnar.
Á þesssu má sjá að þjónusta ÍTR varðandi afgreiðslutíma lauganna er mikil og ætti að henta öllum borgarbúum. Sund er hægt að stunda til kl. 22:00 alla daga í einhverri laug borgarinnar.

12. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. sept. sl. #GLEkki rukka barn um gjald fyrir lánssundföt í skólasundi#GL.
Börn eru ekki látin greiða fyrir sundfatnað í skólasundi hafi þau gleymt sundfötum heima. Skólinn er rukkaður fyrir leigunni.
Það er í undantekningartilfellum að þetta komi upp.

13. Lagðar fram skýrslur um sumarstörf 2013.

Fundi slitið kl. 12.50.

Eva Einarsdóttir

Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir
Björn Gíslason