Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

2

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Föstudaginn 20. sept. var haldinn 309. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kjartan Magnússon, Benedikt Geirsson og Reynir Ragnarsson. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf SÁÁ dags. 10. sept. sl. varðandi mögulega staðsetningu sjálfsala á sundstöðum borgarinnar. Samþykkt að veita heimild til reynslu í 2 laugum.

2. Lagðar fram skýrslur um sumarstarf sem styrkt er af ÍTR á vegum eftirtalinna: Möguleikhúsið, Ungmennafélagsins Fjölnis, Íþróttafélags Reykjavíkur, Íþróttafélags fatlaðra og Knattspyrnufélagsins Víkings.

3. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 5. sept. sl. með ósk um viðbótarstyrk vegna íþróttaskóla barna 2002-2003. Frestað.

4. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. sept. sl. ásamt bréfi Betri borgar dags. 6. sept. sl. varðandi unglinga í miðborginni. Vísað til nefndar um jaðaríþróttir.

5. Lagt fram til kynningar erindisbréf borgarstjóra dags. 6. sept. sl. um starfshóp um stefnumótun í erlendum samskiptum Reykjavíkurborgar.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 4. sept. sl. varðandi stjórn Heilsuborgarverkefnisins.

7. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. sept. sl. varðandi friðun Sundhallar Reykjavíkurborgar.

8. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. sept. sl. ásamt bréfi KR dags. 6. sept. sl. varðandi ástand grasvallar við Starhaga. Vísað til framkvæmdastjóra.

9. Lagt fram bréf Rey-Cup dags. 10. sept. sl. þar sem stuðningur ÍTR við verkefnið er þakkaður og óskað eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið

10. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 28. ágúst sl. varðandi ráðningu íþróttafulltrúa til félagsins.

11. Lagt fram bréf aðstoðarforstöðumanns Gerðubergs dags. 17. sept. sl. með ósk um samstarf vegna norræna verkefnisins Fantasi Design. Frestað.

12. Lögð fram skýrsla VSÓ dags. 13. maí sl. varðandi mat á skíðalyftum í Hamragili og Sleggjubeinsskarði.

Kl. 13:00 vék Kolbeinn Óttarsson Proppé af fundi.

13. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. sept. sl. ásamt bréfi fjögurra hjólabrettaunnenda úr Háteigshverfi, dags. 4. sept. sl. varðandi hjólabrettaaðstöðu í hverfinu. Vísað til nefndar um jaðaríþróttir.

14. Lagt fram bréf frá Samtökunum 78 dags. 9. sept. sl. með ósk um styrk vegna gerðar kvikmyndar. Frestað.

15. Lögð fram starfsskýrsla aðalstjórnar og deildar ÍR fyrir árið 2001.

16. Lagður fram til kynningar bæklingur um félagsmiðstöðvar í Borgarhluta 2.

Fundi slitið kl. 13:10

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson