Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 13. sept. var haldinn 191. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:10. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Björn Gíslason. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. ágúst sl. með ósk um umsögn um forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017.
Frestað.

2. Tilnefning í starfshóp með ÍBR vegna félaga til að skoða möguleg áhrif á auknu samstarfi og eða sameiningu íþróttafélaga.
Ingvar Sverrisson verður fulltrúi ÍBR, Kjartan Magnússon fulltrúi minnihlutans, Eva Baldursdóttir og Eva Einarsdóttir fulltrúar meirihlutans.

kl. 11.15 kom Diljá Ámundadóttir á fundinn.

3. Lögð fram til kynningar, drög að reglum um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi í Mentor.

4. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014. Framkvæmdastjóri kynnti áætlunina.

kl. 12.00 kom Jarþrúður Ásmundsdóttir á fundinn.

5. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að á fjárhagsáætlun 2014 verði 50 milljónum króna varið í styrki vegna brýnustu viðhaldsverkefna mannvirkja íþróttafélaga í Reykjavík. Samkvæmt skýrslum sérfræðinga, m.a. úttekt Almennu verkfræðistofunnar, er viðhaldi margra slíkra íþróttamannvirkja ábótavant og sum liggja beinlínis undir skemmdum vegna þess.
Skoðað verði hvort unnt sé að standa að slíkum viðhaldsframkvæmdum í tengslum við aðgerðir Reykjavíkurborgar í atvinnumálum og/eða í samstarfi við Vinnumálastofnun
Frestað.

6. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og –K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og hefur Reykjavíkurborg þegar veitt styrk til verksins en vegna áfalla í efnahagslífi, hafa aðrar leiðir við fjármögnun þess að töluverðu leyti brugðist. Verkið er þó vel á veg komið en umtalsverð vinna eftir innanhúss. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.
Frestað.

Fundi slitið kl.12.55.

Eva Einarsdóttir

Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Björn Gíslason Jarþrúður Ásmundsdóttir