Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, föstudaginn 1. apríl var haldinn 7. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.12:05. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn Reynir Ragnarsson, Margrét Sverrisdóttir, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

- Kl. 12:10 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

2. Lagt fram nýtt skipurit fyrir ÍTR.
Rætt um stjórnkerfisbreytingar hjá borginni.

- Kl. 12:15 kom Andrés Jónsson á fundinn.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 14. mars sl. vegna þriggja ára fjárhagsáætlunar ÍTR. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar.

- Kl. 12:20 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

4. Lögð fram að nýju, sbr. 8. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 18. mars sl., stefnumótun íþrótta- og tómstundaráðs og ÍTR.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram svofellda tillögu:
Við samþykkjum fyrirliggjandi drög að stefnu ÍTR eins og þau líta út en áskiljum okkar rétt til að koma með frekari tillögu síðar um úrbætur í einstökum málaflokkum.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 29. mars sl. vegna uppgjörs framkvæmdakostnaðar við íþróttafélög sbr. 7. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. janúar sl.
Frestað.

6. Lagt fram að nýju sbr. 6. lið fundargerðar ÍTR frá 11. mars sl. bréf forstöðumanns Ylstrandar. Jafnframt lagt fram bréf Landverndar dags. 11. mars sl.
Samþykkt með 4 atkvæðum R-listans gegn 3 atkvæðum sjálfstæðismanna að sækja um aðild að Bláfánanum.

7. Lagt fram að nýju sbr. 18. lið fundargerðar ÍTR frá 11. mars sl. bréf 5th Element ódags. með ósk um styrk vegna ferðar á Norðurlandameistarakeppni í breikdansi í Danmörku í júní n.k.
Erindið hlýtur ekki stuðning.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 17. mars sl. ásamt drögum að samkomulagi vegna Reykjavíkurmaraþons.
Vísað til áframhaldandi vinnu milli ÍTR og ÍBR.

9. Rætt um aðstöðu skíðadeilda ÍR og Víkings á Hengilssvæðinu og í Bláfjöllum.
Jafnframt lagt fram bréf formanns skíðadeildar ÍR dags. 22. febrúar sl. vegna málsins.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 11. mars sl. vegna Kvennahlaups ÍSÍ.

- Kl. 13:10 vék aðstoðarframkvæmdastjóri af fundi.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 14. mars sl. vegna aðstöðumála KR sbr. 7. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. febrúar sl.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 15. mars sl. vegna bréfs Skylmingafélags Reykjavíkur sbr. 12. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. mars.
Vísað til Fasteignastofu og sviðsstjóra ÍTR.

13. Lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra ÍTR og sviðsstjóra fjármálasviðs í Ráðhúsi dags. 21. janúar sl. til framkvæmdaráðs og borgarráðs vegna Íþrótta- og sýningarhallar.

14. Lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra ÍTR og sviðsstjóra framkvæmdasviðs til framkvæmdasviðs dags. 11. mars sl. vegna málefna Ármanns og Þróttar.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
ÍTR fagnar fyrirliggjandi tillögum framkvæmdastjóra ÍTR og framkvæmdasviðs um málefni Ármanns og Þróttar og styður þá stefnumörkun sem þar kemur fram.
Fulltrúar R-listans tóku undir tillöguna.

15. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 15. mars sl. vegna staðsetningar brettagarða og sparkvalla.
Jafnframt lagt fram bréf íbúa Ártúnsholts vegna sparkvalla við Ártúnsskóla og bréf Stefáns Fannars Sigurðssonar, nemenda í 5. bekk Víkurskóla varðandi hjólabrettapall í Víkurhverfi.
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram svofellda bókun:
Óskað er eindregið eftir því að fundinn verði staður fyrir sparkvöll með gervigrasi í gamla Vesturbænum og slíkur völlur lagður á árinu 2006.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 18. mars sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 17. mars sl. varðandi uppbyggingu á svæði ÍR

17. Lagt fram afrit af bréfi framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur dags. 23. mars sl. varðandi tillögu starfshóps um breytingu á rekstrarfyrirkomulagi gæsluleikvalla m.a. þannig að ÍTR taki yfir rekstur gæsluvalla og sjái um sumarstarfsemi fyrir börn og unglinga á þeim gæsluvöllum sem enn eru opnir.

18. Rætt um Háskólann í Reykjavík og fyrirhugaða staðsetningu hans.

19. Lagðar fram upplýsingar um ráðstefnuna Hjerte og Smerte í október 2005.

Fundi slitið kl. 13:50.

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Benedikt Geirsson
Kjartan Magnússon Bolli Thoroddsen