No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 24. nóvember var haldinn 355. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.12:00. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson, Ingvar Sverrisson, Reynir Ragnarsson og Agnar Freyr Helgason. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.
2. Lagt fram yfirlit um styrkumsóknir til íþrótta- og tómstundaráðs vegna ársins 2005.
3. Lagt fram erindi tónleikahaldara vegna fyrirhugaðra tónleika í Laugardalshöll í desember.
Vísað til framkvæmdastjóra.
4. Lagt fram að nýju bréf borgarráðs dags. 29. okt. sl. þar sem óskað er eftir umsögn ráðsins vegna málsmeðferðarreglna vínveitingaleyfa.
Lagðir fram minnispunktar formanns vegna málsins og samþykkt að óska eftir umsögn borgarlögmanns.
5. Lagt fram bréf Óttars Hrafnkelssonar vegna Siglingaklúbbsins Sigluness og aðstöðu þar.
Vísað til framkvæmdastjóra og Fasteignastofu.
6. Lagt fram minnisblað íþróttafulltrúa dags. í dag vegna sundæfinga í nýju sundlauginni í Laugardal.
Frestað.
7. Rætt um endurbyggingu Laugardalsvallar.
8. Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála varðandi uppbyggingu á Hlíðarenda.
9. Lögð fram skýrslan #GLFrístundamiðstöðin Gufunesbær#GL - framtíðarmöguleikar á aukinni nýtingu á hlöðu.
10. Rætt um samstarf við Menntamálaráðuneytið um eftirfylgd við nemendur sem hverfa frá námi.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að ÍTR leiti viðræðna við menntamálaráðuneytið um framsetningu rannsóknaráætlunar um hagi ungs fólks að loknum grunnskóla. Horft verði til aldurshópsins 15-25 ára með sérstakri áherslu á þann hluta hópsins sem ekki er við nám. Markmið áætlunarinnar verði að styðja við stefnumótun og tillögugerð um aukin úrræði fyrir þennan aldurshóps, m.a. varðandi stuðning til sjálfshjálpar, skólagöngu á nýja leik, óhefðbundið nám og atvinnuþátttöku. Mikilvægt er í þessu tilliti að hefja nú þegar #GLskimun#GL á meðal efri bekkja grunnskólans og í framhaldsskólum þar sem leitað er þeirra einstaklinga sem líklegastir eru til þess að hverfa frá námi.
Samþykkt.
11. Lögð fram skýrslan #GLStöðumat - undirbúningur að stofnun þjónustumiðstöðva#GL.
12. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 24. nóv. sl. vegna gjaldskrárbreytinga.
13. Lagt fram 9 mánaða uppgjör ÍTR ásamt greinargerð.
14. Lagt fram bréf Höfuðborgarstofu dags. 11. nóv. sl. varðandi kynningarfund 26. nóvember n.k. um stefnumótun Reykjavíkurborgar í ferðamálum.
15. Lagt fram yfirlit um afgreiðsutíma sundstaða ÍTR um jól og áramót.
16. Sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að við endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005 verði veittir fjármunir til að standa straum af viðbótargreiðslum til íþróttafélaga vegna framkvæmda við íþróttamannvirki sem byggð voru á síðastliðnum áratug samkvæmt svonefndri 80#PR - 20#PR reglu. Slíkt uppgjör er í samræmi við tillögu sjálfstæðismanna sem samþykkt var á fundi ÍTR 2. júní sl. Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi vegna þessa máls. Viðkomandi íþróttafélög hafa óskað eftir því að umrætt uppgjör verði forgangsmál en ljóst er að byggingakostnaður umfram áætlanir hefur reynst þeim þungur baggi og sligar sum þeirra svo mjög að þau eiga erfitt með að halda úti eðlilegri starfsemi.
Frestað.
17. Sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúar sjálfstæðismanna óska eftir skriflegu svari við þeirri spurningu hvernig staðið verður að fjárveitingum til Íþróttafélags Reykjavíkur vegna byggingu íþróttahúss. Á 350. fundi íþrótta- og tómstundaráðs 19. ágúst 2004 var tillaga sjálfstæðismanna samþykkt um að hefja viðræður við ÍR um byggingu íþróttahúss á svæði félagsins við Skógarsel. Samkvæmt hinni samþykktu tillögu skal stefnt að því að nýtt íþróttahús ÍR verði vígt á 100 ára afmæli félagsins árið 2007 og því ljóst að vel þarf að standa að verki ef það markmið á að nást.
18. Sjálfstæðimenn lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúar sjálfstæðismanna óska eftir skriflegu svari við því hvernig staðið verður að fjárveitingum til gervigrasvalla á félagssvæðum Íþróttafélags Reykjavíkur, Knattspyrnufélagsins Víkings og Ungmennafélagsins Fjölnis. Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 19. ágúst sl. var samþykkt tillaga sjálfstæðismanna um að hefja samningaviðræður við umrædd íþróttafélög um lagningu gervigrasvalla á félagssvæðum þeirra.
19. Sjálfstæðimenn lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um hvernig starfræksla nýrra gervigrasvalla á svæðum íþróttafélaganna hefur gengið frá því þeir voru teknir í notkun sl. sumar, ekki síst m.t.t. veðurfars síðustu tveggja vikna.
20. Sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir álitsgerð framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs og Fasteignastofu Reykavíkurborgar á kostum vegna yfirbyggðrar sundlaugar við Vesturbæjarlaug. Óskað er eftir að farið verði yfir fyrirliggjandi hugmyndir um kostnað, stærð og staðsetningu mannvirkis. Skoðað verði hvort álitlegt sé að heilsuræktarstöð á vegum einkaaðila veðri komið fyrir á efri hæð nýbyggingarinnar sem verði í góðum tengslum við sundlaugarsvæðið. Þá verði sérstaklega skoðað hvernig staðið verði að fjármögnun mannvirkisins, t.d. með einkaframkvæmd eða alútboði. Ljóst er að einkaaðilar hafa lýst yfir áhuga á að koma að umræddu verkefni og því er rétt að kanna það sérstaklega hvort hægt verði að fjármagna það að hluta til eða að öllu leyti af þeim.
Frestað.
- Kl. 13:30 vék framkvæmdastjóri af fundi.
21. Fulltrúar R-listans lögðu fram fyrirspurn til fulltrúa D-listans um hvernig íþróttahús þeir sæju fyrir sér rísa í Suður-Mjódd.
22. Lögð fram að nýju stefnumótun Knattspyrnufélagsins Þróttar 2004-2010. Formaður og framkvæmdastjóri Þróttar mættu á fundinn og kynntu stefnumótun og framtíðarsýn félagsins.
Var þeim þakkað fyrir gott innlegg.
- Kl. 13:45 vék formaður af fundi og varaformaður tók við fundarstjórn.
Fundi slitið kl. 14:00.
Ingvar Sverrisson
Svandís Svavarsdóttir Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson