Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 97

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 23. október var haldinn 97. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 09:05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Valgerður Sveinsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 20. okt. sl. vegna samþykktar frá síðasta fundi ráðsins varðandi skipan í vinnuhópa um vínveitingamál í íþróttamannvirkjum, samgöngumál í hverfum í tengslum við frístundamiðstöðar og aðstöðumál í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Samþykkt að fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs í vinnuhóp um Grafarholt og Úlfarsárdal verði Valgerður Sveinsdóttir og Oddný Sturludóttir.
Í samgönguhóp verði Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Kaldal.

2. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. okt. sl. vegna umsóknar Hestamannafélagsins Fáks um að halda landsmót hestamanna í Reykjavík 2012.

4. Kynntar niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar á högum og líðan grunnskólanema, sérkeyrslum fyrir ÍTR og niðurstöður varðandi notkun frístundakortsins. Gísli Árni Eggertsson kynnti niðurstöðurnar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða kynningu á niðurstöðum kannana Rannsókna og greininga á högum og líðan grunnskólanema, og úr gagnagrunni frístundakortsins. Ánægjulegt er að samkvæmt könnuninni hefur þátttaka í skipulögðu barna- og unglingastarfi aukist verulega frá niðurstöðum könnunar árið 2006 en neysla vímuefna minnkar töluvert meðal barna og ungmenna.

kl. 10:00 vék framkvæmdastjóri af fundi.

5. Lögð fram eftirfarandi tillaga formanns:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að halda opna íbúafundi í hverfum borgarinnar í samstarfi við Menntasvið. Á fundunum verði kynning á íþrótta-, tómstunda- og menntamálum í viðkomandi hverfum og sérstök áhersla lögð á að kalla eftir viðhorfum íbúa til þeirra, sem og til nýrrar menntastefnu sem nú er unnið að á vegum borgarinnar.
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:05.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Sóley Tómasdóttir