Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2009, föstudaginn 16. október var haldinn 96. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 9.05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Stefán Jóhann Stefánsson, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir.Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað frá starfsdegi ÍTR í Gufunesi 23. sept. sl.
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. sept. sl. ásamt ályktun frá landsþingi Kvenfélagasambands Íslands varðandi lýðheilsu og forvarnir.
- kl. 9.15 kom Valgerður Sveinsdóttir á fundinn.
3. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 27. júlí sl. með ósk um umsögn vegna beiðni Fylkis um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í Fylkishöll.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 18. sept. sl. með ósk um umsögn vegna beiðni Fram um rekstrarleyfi fyrir veitingastað að Safamýri 26.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
ÍTR samþykkir að skipa starfshóp sem fjalli um setningu viðmiðunarreglna um áfengisveitingar í íþróttamannvirkjum. Hópurinn verði skipaður 2 fulltrúum ÍTR og 2 fulltrúum ÍBR. Hópurinn skili tillögu til stjórnar ÍBR og ÍTR fyrir 1. des. n.k.
Samþykkt.
Lögð fram sameiginleg bókun:
Með bréfum þeim sem hér liggja fyrir var óskað umsagnar um ósk íþróttafélaganna um umfangsmiklar áfengisveitingar. Afgreiðsla málsins hér sýnir að ekki er vilji hjá ÍTR til að verða við slíkri beiðni, enda fara umfangsmiklar vínveitingar ekki saman við uppeldisstarf og uppeldismarkmið íþróttahreyfingarinnar.
5. Rætt um rútuferðir á æfingar barna:
Lagt fram bréf Þróttar ódags. með ósk um styrk vegna rútuferða á æfingar barna.
Lagt fram bréf KR dags. 10. sept. sl. með ósk um styrk vegna rútuferða á æfingar barna.
Lagt fram bréf hverfisráðs Breiðholts dags. 8. okt. sl. vegna frístundastrætó í Breiðholti.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra að skipa vinnuhóp starfsmanna ÍTR og ÍBR til að fara yfir ábendingar og athugasemdir íþróttafélaga, foreldra og fleiri vegna almenningssamganga í hverfum í tengslum við skóla, frístundaheimili, íþrótta- og æskulýðsstarf og fleira tengt börnum og unglingum. Vinnuhópurinn skili fyrstu greiningu sinni fyrir 1. desember n.k.
Samþykkt.
8. Lögð fram drög að dagskrá norrænnar vinabæjarráðstefnu um íþrótta- og tómstundamál í Reykjavík í september 2010.
9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 14. okt. sl. vegna samnings um afnot af landi í Gufunesi.
Samþykkt og vísað til borgarlögmanns.
10. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 14 okt. sl. vegna menningarverkefnis ÍTR, Menntasviðs, Leikskólasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs.
Fulltrúar lýstu ánægju sinni með verkefnið.
- Kl. 10.15 kom Soffía Pálsdóttir á fundinn.
11. Lagt fram bréf Víkings dags. 27. ágúst sl. varðandi viðhaldsmál á mannvirkjum félagsins. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 14. okt. sl. vegna málsins.
Tillögur sem fram koma í bréfi framkvæmdastjóra samþykktar og vísað til afgreiðslu hans.
12. Lagðar fram úttekir á viðhaldsóskum íþróttamannvirkja íþróttafélaga.
13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 14. okt. sl. vegna reksturs Skautahallarinnar í Laugardal.
Frestað.
14. Lagt fram minnisblað um stöðuna á frístundaheimilum.
15. Lögð fram skýrsla um sumarstarf og ráðningar 2009.
16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 14. okt. sl. vegna safnfrístundar í Frostaskjóli og samnings við Framkvæmda- og eignasvið þar um.
17. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að skipa vinnuhóp til að skoða íþróttaaðstöðumál í Grafarholti og Úlfarsárdal. Í hópnum verði fulltrúar úr íþrótta- og tómstundaráði, frá ÍTR, Knattspyrnufélaginu Fram, ÍBR, foreldrum barna í hverfunum og frá skólunum. Vinnuhópurinn hefji störf nú þegar og skal fara yfir þær athugasemdir og ábendingar sem fram komu á fjölmennum íbúafundi ÍTR og Menntasviðs í Sæmundarskóla 15. okt. sl. Vinnuhópnum er einnig ætlað að skoða möguleika á bráðabirgðaaðstöðu fyrir íþróttastarf þar til íþróttamannvirki Fram og Reykjavíkurborgar rísa í Úlfarsárdal.
Samþykkt.
18. Rætt um fjárhagsáætlun.
- Kl. 11.35 vék Kjartan Magnússon af fundi.
Fundi slitið kl. 11.40.
Valgerður Sveinsdóttir
Björn Gíslason Sigfús Ægir Árnason
Stefán Jóhann Stefánsson Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir