Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 94

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 25. september var haldinn 94. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn hjá ÍR í Suður-Mjódd og hófst kl. 12.10. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Björn Gíslason, Valgerður Sveinsdóttir, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir og Oddný Sturludóttir. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 21. sept. sl. vegna undirbúnings að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Rætt um vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun.

2. Á fundinn komu Úlfar Steindórsson, formaður ÍR, Ólafur Gylfason varaformaður og Ingibjörg Halldórsdóttir og kynntu starfsemi ÍR.
Kl. 12.30 vék Egill Örn Jóhannsson af fundi og Hallgrímur Egilsson kom inn.
Kl. 12.35 kom Björk Vilhelmsdóttir á fundinn.
Kl. 12.55 vék Ómar Einarsson af fundi.
Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur þakkar forráðamönnum Iþróttafélags Reykjavíkur fyrir góðar móttökur og gagnlegar umræður um málefni félagsins. Ráðið þakkar félaginu fyrir þróttmikið, metnaðarfullt og afar fjölbreytilegt starf í þágu barna- og unglinga sem og almenningsíþrótta í Reykjavík en alls eru nú starfræktar níu deildir á vegum félagsins.

Kl. 13.30 vék Frímann Ari Ferdinardsson af fundi.

3. Lögð fram eftirfarandi tillaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að kanna möguleika og áhuga á að halda íþróttaleika innflytjenda á Íslandi. Leikarnir verði haldnir í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjavíkur og þá hópa innflytjenda sem áhuga hafa á að tengjast málinu.
Frestað.

4. Kynning á niðurstöðum kannana Rannsóknar og greiningar á högum og líðan grunnskólanema, sérkeyrslum fyrir ÍTR og úr gagnagrunni Frístundakortsins.
Samþykkt að fresta þessum lið til næsta fundar.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið gert ráð fyrir nægilegum tíma á fundinum til kynningar á niðurstöðum kannana á högum og líðan grunnskólanema. Íþrótta- og tómstundaráð sem fer með stefnumótun í málefnum æskulýðs- og íþróttamála á að hafa tíma fyrir ítarlegar kynningar og reglulegar á upplýsingum af þessum toga.


Fundi slitið kl. 14.15.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Sigfús Ægir Árnason
Björn Gíslason Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir Björk Vilhelmsdóttir