Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2009, föstudaginn 17. apríl var haldinn 86. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í í Frístundamiðstöðinni Árseli og hófst kl. 10.00. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir, Felix Bergsson og Sigfús Ægir Árnason. Einnig sátu fundinn: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra tómstundamála dags. 1. apríl sl. vegna starfsemi fyrir unglinga sumarið 2009. Jafnframt var lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 2. apríl sl. vegna málsins.
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarsstjórnar dags. 30. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn ráðsins um rekstrarleyfi fyrir samkomusal ÍR, Skógarseli 12.
Frestað.
3. Lagt fram yfirlit um styrkveitingar til íþróttafélaga.
4. Lögð fram fundargerð fundar borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna frá 14. apríl sl. Lagðar fram sérstaklega eftirfarandi tillögur sem var vísað til íþrótta- og tómstundaráðs ;
Um skipulagða sumarstarfsemi fyrir ungmenni :
Vegna ástandsins í samfélaginu nú í dag verður lílkega stór hópur ungmenna atvinnulaus í sumar. Okkur finnst mikilvægt að það sé skipulögð starfsemi fyrir þann hóp á vegum borgarinnar. Það gæti jafnvel verið í formi sjálfboðavinnu og gæti nýst borginni vel.
Um opnun félagsmiðstöðva í sumar :
Reykjavíkurráð leggur til að félagsmiðstöðvar verði opnar í sumar í tilraunaskyni. Við leggjum til að ein félagsmiðstöð í hverjum borgarhluta sé opin tvo daga í viku. Ekki þarf marga starfsmenn og krakkarnir hafa eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið.
Flutningsmenn tillagnanna Hildur Inga Sveinsdóttir og Kjartan Orri Þórisson gerðu grein fyrir tillögunum. Einning mætti á fundinn undir þessum lið Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir frá skrifstofu ÍTR.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti tillögurnar samhljóða fyrir sitt leyti.
Felix Bergson vék af fundi kl. 11.05
Jafnframt samþykkti Íþrótta- og tómstundaráð eftirfarandi tillögur :
1. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leita eftir samstarfi við menntamálaráðuneytið um að koma á laggirnar verkefnum sem metin verði til eininga í framhaldsskólum og skapi ungmennum verkefni í sumar. Á vegum sviðsins eru fjölmörg verkefni sem ungmenni gætu unnið bæði á skrifstofum íþrótta- og æskulýðsmála.
2. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir þá tillögu sem fram kemur í bréfi framkvæmdastjóra ÍTR dags. 2. apríl sl. sbr, 1. liður þessa fundar varðandi starfsemi fyrir unglinga í sumar og kostnað og fjármögnun á starfsemi. Jafnframt samþykkir ráðið að hluti að þeim fjármunum sem þar eru tilgreindir verði varið til sumaropnunar félagsmiðstöðva í samræmi við tillögu frá fundi borgarfulltrúa með Reykjavíkurráði ungmenna 14. apríl sl. og minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála dags. 16. apríl sl. Með þessu verður tryggt að starfsræksla félagsmiðstöðvahópa unglinga í sumar og sumarstarf 10 - 12 ára verði með þeim hætti sem áður var ráðgert auk þess sem ein félagsmiðstöð í hverjum borgarhluta verði opin tvisvar í vikur í sumar.
Skrifstofu tómstundamála verði falin frekari útfærsla sumarstarfsins og geri síðan íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir framvindu verkefnisins og kostnaði við það í lok sumars áður en skipulagning vetrarstarfs ÍTR hefst að fullu.
5. Starfsemi frístundamiðstöðvarinnar í Árseli kynnt, ásamt starfi ÍTR í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti og Grafarholti.
Jóhannes Guðlaugsson forstöðumaður kynnti starfsemina.
Fundi slitið 12.00
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir
Sigfús Ægir Árnason